Kleifar

Tjaldsvæði/Camping

Færslur: 2011 Júlí

25.07.2011 19:10

Árleg hlutavelta kvenfélaganna Hvatar og Kirkjubæjarhrepps


Árleg hlutavelta kvenfélaganna Hvatar og Kirkjubæjarhrepps,verður haldin í matsal Kirkjubæjarskóla á Kirkjubæjarklaustri laugardaginn 30.Júlí ´11 kl.14.00 (kl.2 ).Miðaverð, verður stillt í hóf og engin núll. Allur ágóði rennur til líknar -og góðgerðamála innan sveitafélagsins.

 

 

Nefndin.


19.07.2011 12:09

Söngveisla á Kirkjubæjarklaustri helgina 13. og 14. ágúst 2011

Í undurfagurri umgjörð náttúru Kirkjubæjarklausturs og nágrennis mun hin árlega tónlistarhátíð Kammertónleikar á Kirkjubæjarklaustri bjóða upp á sannkallaða söngveislu helgina 13. og 14. ágúst 2011. Þrjár af björtustu söngstjörnum okkar Íslendinga leiða þar saman hesta sína og flytja söngperlur frá ýmsum tímum. Þetta eru þau Garðar Thór Cortes, tenór, Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir mezzósópran og Þóra Einarsdóttir, sópran. Með þeim leika píanóleikararnir Ástríður Alda Sigurðardóttir og Krystyna Cortes og gítarleikarinn Francisco Javier Jáuregui. Auk þess munu Ástríður Alda og Javier leika einleik.

Á efnisskránni er meðal annars nýtt verk sem Haukur Tómasson samdi sérstaklega fyrir hátíðina, Sönglög úr Söng steinasafnarans við ljóð eftir Sjón. Af öðrum tónskáldum má nefna Eduardo Morales-Caso, Philip Houghton, Frédéric Chopin, Tryggva M. Baldvinsson, Benjamin Britten, Sergei Rachmaninoff, Francis Poulenc, Nikolai Rimsky-Korsakoff, Erik Satie og Giacomo Puccini.

Á tónleikunum laugardaginn 13. ágúst kl. 17:00 munu Guðrún Jóhanna og Javier flytja lagaflokkinn Homenajes eftir spænsk-kúbverska tónskáldið Eduardo Morales-Caso, sem er ortur til heiðurs og í stíl þriggja af mikilvægustu tónskáldum Spánar, Rodrigo, Mompou og Falla. Francisco Javier mun þá leika gítareinleiksverkið Stelle, eftir Philip Houghton, sem sækir tónlistarefnivið sinn í austurlenskar hefðir og málar tyrkneska dervish dansa í tónum. Ástríður Alda mun flytja Ballöðu nr. 1 eftir Chopin, sem hún gaf út nýlega á geisladiski með verkum tónskáldsins á tvöhundruð ára aldarafmæli hans. Eftir hlé munu þau Guðrún og Javier frumflytja nýtt verk, Sönglög úr Söng steinasafnarans, sem Haukur Tómasson samdi sérstaklega fyrir Kammertónleika á Kirkjubæjarklaustri við ljóð eftir Sjón. Tónleikunum lýkur með sérstaklega skemmtilegum lögum úr ljóðaflokknum Heimskringlu eftir Tryggva M. Baldvinsson við snilldarljóð Þórarins Eldjárns.

Á sunnudagstónleikunum 14. ágúst kl. 17:00 mun Garðar Thór Cortes, tenór, sýna á sér ljóðasöngvarahliðina í lagaflokknum Winter Words eftir Benjamin Britten, við undirleik Krystynu Cortes. Þóra Einarsdóttir og Ástríður Alda munu þá flytja gullfalleg og ástríðufull lög eftir Rachmaninoff, Poulenc, Rimsky-Korsakoff og Erik Satie. Tónleikunum og hátíðinni allri lýkur svo með flutningi Garðars Thórs og Þóru á einni af fegurstu senum óperubókmenntanna, þegar Rodolfo og Mimí kynnast í óperunni La Bohème. Þau munu syngja aríurnar Che gelida manina, Sí, mi chiamano Mimí og dúettinn O, soave fanciulla.

Tónleikagestir í Skaftárhreppi eiga því von á skemmtilegum og safaríkum tónleikum í flutningi fyrsta flokks tónlistarmanna helgina eftir Verslunarmannahelgina í Kirkjuhvoli á Kirkjubæjarklaustri.

Kammertónleikar á Kirkjubæjarklaustri voru stofnaðir 1991 af Eddu Erlendsdóttur, píanóleikara og hafa verið haldnir árlega síðan. Edda var listrænn stjórnandi tónleikanna frá upphafi til 2006 en þá tók Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir, mezzósópransöngkona við stjórninni. Á annað hundrað tónlistarmanna, íslenskra sem erlendra, hafa komið fram á tónleikunum. Margir þeirra hafa verið teknir upp af Ríkisútvarpinu og eru geymdir þar.

Menningarráð Suðurlands, Mennta og menningarmálaráðuneytið og Musica Nova styrkja tónleikana auk ýmissa fyrirtækja í héraði, en Menningarmálanefnd Skaftárhrepps heldur utan um framkvæmd þeirra.

Hótel og gististaðir á og í nágrenni Klausturs bjóða gestum hátíðarinnar upp á gistingu og fæði í ýmsum verðflokkum. Um það ásamt nánari upplýsingum um tónleikana má fá upplýsingar í Skaftárstofu á Klaustri í síma 487-4620 á síðunni www.klaustur.is eða í netfanginu info@klaustur.is

Miðaverð er 3.500 kr. á staka á tónleika og 6.000 kr. á báða tónleikana. Miðaverð fyrir eldri borgara er 3.000 á staka tónleika og 5.000 kr. á báða.

15.07.2011 13:23

Hlé verður gert á ferjuflutningum yfir Múlakvísl í dag milli kl. 17 og 21

15. júlí 2011 - Nr. 1

Hlé verður gert á ferjuflutningum yfir Múlakvísl í dag milli kl. 17 og 21 

Smíði bráðabirgðabrúar yfir Múlakvísl hefur gengið mun hraðar en áætlað var í fyrstu. Nauðsynlegt verður að gera hlé á ferjuflutningum í dag frá kl.  17 til um það bil kl. 21 þar sem verið er að veita Múlakvísl undir brúna upp úr klukkan 17. Gera má ráð fyrir að um 3 - 4 tíma taki fyrir ána að setjast á nýjan leik svo hægt verði að hefja ferjuflutningana að nýju.  Jarðýtur munu útbúa nýtt vað í framhaldinu. Ákveðið hefur verið að lengja opnunartíma yfir vaðið, þannig að ekki verður hætt klukkan 23 eins og undanfarna daga heldur haldið áfram meðan þörf krefur.

Löggæsla verður aukin við Múlakvísl á meðan þessar framkvæmdir standa yfir. Vegfarendur eru beðnir um að sýna skilning og þolinmæði.

July 15, 2011 - Nr. 1

No ferry transport at Múlakvísl from 5 PM to 9 PM to day

The building of a temporary bridge over Múlakvísl has been much faster than expected at first. Because of the construction it will be necessary to stop ferry transport between 5 PM to about 9 PM today. After 9 PM it will be possible to start the ferry transport again. 

It has also been decided to extend hours of  operation so ferry transportation will not be stopped at 11 PM as in previous days, but continue while necessary.

Law enforcement will be increased at  Múlakvísl while these projects are underway. Travellers are asked to show understanding and patience.

Websites to follow:

                    Promote Iceland - www.iceland.is

                    Icelandic Road Administration - www.vegagerdin.is

                    Iceland Civil Protection - www.almannavarnir.is 

                    Safe travel in Iceland - www.safetravel.is 

                    Road Map of Area - www.vegagerdin.is/english/road-conditions-and-weather/the-entire-country/south1.html

12.07.2011 13:04

Rof hringvegarins við Múlakvísl

Unnið er hörðum höndum að því að rof hringvegarins við Múlakvísl austan Víkur í Mýrdal valdi sem minnstri röskun fyrir ferðafólk. Smíði á nýrri brú er þegar hafin og standa vonir til að eðlileg umferð komist aftur á um eða eftir miðja næstu viku. Á meðan hefur verið gripið til ýmissa ráðstafana til að greiða úr ferðum fólks.

Hvaða leiðir eru opnar?

Sérútbúnir trukkar eru við brúarstæðið og geta ferjað alla venjulega bíla yfir ána. Flutningar eru í gangi frá því kl. 7 á morgnanna til miðnættis. Á álagstímum má búast við talsverðri bið.

Hægt er að komast á milli byggða á Suðurlandi með því að fara Fjallabaksleið nyrðri (F208) en hún er ekki fær fólksbílum. Umferð þar hefur aukist talsvert og Vegagerðin hefur gert ráðstafanir til að bæta veginn en hann þolir þó ekki alla umferð sem að jafnaði fer um hringveginn, og er heldur ekki fær fólksbílum, sem fyrr segir. Áætlunarferðir langferðabíla munu fara um Fjallabaksleið á meðan þetta ástand varir.

Skilti fyrir erlenda ferðamenn

Vegagerðin hefur útbúið skilti til að upplýsa erlenda ferðamenn um ástand hringvegarins. Skiltin fara upp í dag á sex stöðum, við Seyðisfjörð, 2 við Egilsstaði, við Klaustur, Landvegamót og Rauðavatn. Skiltin verða komin upp á öllum þessum stöðum á morgun.

Gagnlegar vefsíður fyrir ferðafólk:

                    Vegagerðin - www.vegagerdin.is

                    Almannavarnir - www.almannavarnir.is 

                    Safe travel - www.safetravel.is 

                    Vegakort af svæðinu - www.vegagerdin.is/english/road-conditions-and-weather/the-entire-country/south1.html

12.07.2011 13:01

Road out of commission

A flash flood swept away the bridge across Múlakvísl river on Mýrdalssandur in South Iceland. This affects traffic on Highway 1 (the Ring Road) about 10 km east of the village Vík, between Höfðabrekka from the West, and Skálm from the East.

Reconstruction of the bridge is underway. If all goes well it might be opened in or after the middle of next week. In the meantime, alternative routes have been opened and other means of passing the river are being put in place. Authorities will make every effort to limit the inconvenience for travelers until connection across Múlakvísl is restored.

How to Cross Mýrdalssandur

Specially equipped trucks and buses are on place to ferry smaller cars and people across the river. Parking lots for waiting cars have been built on both sides. The trucks can ferry most ordinary cars. The traffic in July is usually about 1.000-1.200 cars per day so if there is heavy traffic there could be a wait. Cars will be ferried over the river from 7 AM to midnight.

An alternative back road north of the Mýrdalsjökull glacier (Route F208 - Fjallabaksleið nyrðri) is open to 4x4 vehicles allowed for highland driving. Travellers should be aware that the road is only passable in full size four wheel drive vehicles. Law enforcement has been increased on that route and the Icelandic Search and Rescue Teams have increased their presence in the area in order to assist travellers.

In addition, the daily bus service to Kirkjubæjarklaustur, Skaftafell and Höfn now runs through Fjallabak nyrðra (RouteF208) until connection across Múlakvísl has been restored.

Special road sign

A special road sign has been made to warn foreign tourists about the situation. The sign will be set up in six places to day July 12th. The sign will be at Seydisfjordur, 2 around Egilsstadir, at Kirkjubaejarklaustur, close to Hella and in Reykjavik by Raudavatn on the way out of the city to the south.

Websites to follow:

                    Promote Iceland - www.iceland.is

                    Icelandic Road Administration - www.vegagerdin.is

                    Iceland Civil Protection - www.almannavarnir.is 

                    Safe travel in Iceland - www.safetravel.is 

                    Road Map of Area - www.vegagerdin.is/english/road-conditions-and-weather/the-entire-country/south1.html

08.07.2011 11:01

GÖNGUFERÐIR FERÐAMÁLAFÉLAGS SKAFTÁRHREPPS SUMARIÐ 2011

Í sumar stendur Ferðamálafélag Skaftárhrepps í annað sinn fyrir gönguferðum með leiðsögn um valda staði í hreppnum. Ferðirnar eru á miðvikudagskvöldum og sunnudögum nema annað sé tekið fram. Allir eru velkomnir!


Maí:

24. Kvöldferð: Tröllshylur, Grenlækur (ath. þriðjudagskvöld)

Fararstjórn: Jón Helgason

Mæting við Skaftárskála kl. 19 (Tröllshyl kl.19:15)

Júní:

12. Dagsferð: Lómagnúpur Fararstjórn: Hannes Jónsson Mæting við Núpsstað kl. 10 (Skaftárskála kl. 9:30)

29. Kvöldferð: Rjúpnafell Fararstjórn: Páll Eggertsson og Margrét Harðardóttir Mæting við Skaftárskála kl. 19 (Laufskálavörðu kl. 19:30)

Júlí:

10. Dagsferð: Úlfarsdalur (Laki) Fararstjórn: Kári Kristjánsson Mæting við Skaftárrétt kl. 10 (Skaftárskála kl.9:40)

27. Kvöldferð: Blómsturvallafjall í Fljótshverfi Fararstjórn: Anna Harðardóttir Mæting viðSkaftárskála kl.19 (afleggjara að Blómsturvöllum kl. 19:30)

Ágúst:

14. Dagsferð: Rauðhóll-Hervararstaðir-Helgastaðaháls-Holtsdalur Fararstjórn: Björgvin Harðarson og og Björk Ingimundardóttir Mæting við Skaftárrétt kl. 10 (Skaftárskála kl. 9:40)

31. Kvöldferð: Mörtunguheiði Fararstjórn: Guðríður Jónsdóttir og Ólafur Oddsson

Mæting við Skaftárskála kl. 19 (Mörtungu kl. 19:15)

Við hlökkum til að sjá ykkur og ganga saman um fjölbreytt svæðið í góðum félagsskap!

Gjald í ferðirnar er almennt kr. 500 og sameinast verður í bíla þar sem það á við. Allir eru velkomnir!

Nánari upplýsingar má fá í s. 899-8767 / netf. ferdamalafelag@gmail.com en ferðirnar verða einnig nánar auglýstar á klaustur.is undir "viðburðir" þegar nær dregur.

Ferðanefndin (Ólöf Ragna, Lilja og Ingibjörg)

05.07.2011 11:53

Fréttatilkynning

Í Skaftárstofu - upplýsingamiðstöð í félagsheimilinu Kirkjuhvoli á Kirkjubæjarklaustri verður opnuð sýning sunnudaginn 3. júlí kl. 14.00. Á sýningunni er margt að sjá, þar er m.a. fræðslusýning  frá Vatnajökulsþjóðgarði og náttúrusýnasafn Kirkjubæjarstofu. Kvikmyndin Eldmessa er sýnd á tjaldi, eldgosinu í Grímsvötnum eru gerð góð skil og margvíslegt annað mynd- og margmiðlunarefni er í boði á sýningunni.

Skaftárstofa er samstarfsverkefni um fræðslu og miðlun upplýsinga til ferðamanna í félagsheimilinu. Aðilar að samstarfinu eru; Kirkjubæjarstofa, Skaftárhreppur, Vatnajökulsþjóðgarður, Skaftáreldar ehf og Friður og frumkraftar - hagsmunafélag í Skaftárhreppi.

Sýningin er styrkt  af Vinum Vatnajökuls - hollvinasamtökum Vatnajökulsþjóðgarðs.

Frítt er inn á sýninguna og eru allir íbúar  velkomnir ekki síður en gestir svæðisins.

Opnunartími í Skaftárstofu sumarið 2011:

Mánudaga. - föstudaga. 9:00 - 21:00
Laugardaga og  sunnudaga 10:00 - 18:00
Sími/phone: 487 4620
Netfang/e-mail: info@klaustur.is

  • 1

Hér erum við

 


View My Saved Places in a larger map
Flettingar í dag: 247
Gestir í dag: 58
Flettingar í gær: 268
Gestir í gær: 65
Samtals flettingar: 659332
Samtals gestir: 131810
Tölur uppfærðar: 14.4.2021 16:44:25

Tjaldsvæði

Nafn:

Kleifar

Farsími:

8617546

Heimilisfang:

Geirlandsvegur (Mörk)

Staðsetning:

Kirkjubæjarklaustur

Heimasími:

4874675

Um:

Tjaldsvæðið Kleifar stendur við Geirlandsveg 2,5km. frá Kirkjubæjarklaustri. Við tjaldsvæðið er fallegur foss sem heitir Stjórnarfoss og á góðviðrisdögum verður vatnið í Stjórninni svo heitt að hægt er að fá sér sundsprett. Á tjaldsvæðinu eru tvö vatnssalerni og kalt rennandi vatn, bekkir og borð. Stutt er á Kirkjubæjarklaustur þar sem hægt er að komast í matvöruverslun, veitingastaði og sundlaug svo eitthvað sé nefnt.

Tenglar

This page in english
clockhere