Kleifar

Tjaldsvæði/Camping

Færslur: 2011 Apríl

22.04.2011 16:02

Lausar stöður !!

Á Kirkjubæjarklaustri er gott mannlíf, þar búa um 150 manns en íbúar Skaftárhrepps eru um 450 talsins. Á Kirkjubæjarklaustri er að finna alla nauðsynlega þjónustu s.s. verslun, banka, heilsugæslustöð, leikskóla, sundlaug, íþróttahús, hárgreiðslustofu og kaffihús. Þar er glæsilegt íþróttahús og tækjasalur. Stutt er á 9 holu golfvöll á Efri-Vík.
Veðurfar og náttúrufegurð Skaftárhrepps er rómað.
Lausar stöður á Kirkjubæjarklaustri
Staða grunnskólakennara
Við leitum að hugmyndaríkum og áhugasömum kennara í almenna bekkjarkennslu næsta skólaár. Ýmsar kennslugreinar koma til greina. Skólastjóri er Kjartan H. Kjartansson, sími 865-7440.
Kirkjubæjarskóli á Síðu er grunnskóli með um 40 nemendur. Við skólann er gott og samhent 10 manna starfslið. Aðbúnaður nemenda og starfsfólks er góður. Við skólann er m.a. vel búið tölvuver, sérlega vel búið bókasafn, gott mötuneyti og þar er starfræktur tónlistarskóli og heilsdagsskóli.
Staða íþrótta- og tómstundafulltrúa
Skaftárhreppur er að leita að metnaðarfullum og dugmiklum einstaklingi með íþróttakennarapróf, sem getur tekið til starfa hjá okkur 1. ágúst 2011. Starfið felst í umsjón með rekstri félagsmiðstöðvar, forvarnarmál og uppbyggingu á íþrótta- og tómstundastarfi.
Bókasafnsfræðingur
Staða forstöðumanns Héraðsbókasafnsins er laus til umsóknar. Um er að ræða hlutastarf. Starfið felur í sér umsjá og frekari uppbyggingu á bókasafninu. Safnið er samsteypusafn og er einnig rekið sem skólasafn.
Sumarstarfsmenn.
Íþróttamiðstöð
Við leitum að hugmyndaríkum og atorkumiklum starfsmönnum með ríka þjónustulund til starfa í íþróttamiðstöðinni í sumar. Starfið felst í sundlaugarvörslu, afgreiðslu, þrifum og fleira. Unnið er á dag-, kvöld- og helgarvöktum. Umsækjendur þurfa að standast hæfnispróf sundstaða sbr. öryggisreglugerð fyrir sundstaði. Æskilegt er að umsækjendur séu eldri en 20 ára.
Upplýsingamiðstöð
Við leitum að hugmyndaríkum og atorkumiklum starfsmönnum með ríka þjónustulund til starfa í upplýsingamiðstöðinni í sumar. Starfið felst í upplýsingagjöf til ferðamanna, afgreiðslu, þrifum og fleira. Unnið er á dag-, kvöld- og helgarvöktum. Hæfniskröfur eru tungumálakunnátta, landafræðiþekking, tölvukunnátta og almennir samskiptahæfileikar. Áhugavert starf í lifandi umhverfi.
Starfsmaður í ýmis viðhalds- og hreinsunarverkefni.
Við leitum að dugmiklum og hugmyndaríkum starfsmanni til að sinna ýmsum aukaverkefnum hjá okkur í sumar. Um er að ræða að mestu garðslátt, hreinsun á opnum svæðum og almenna tiltekt en einnig tilfallandi viðhald svo sem fúavörn skjólveggja og þess háttar.
Laun eru samkvæmt kjarasamningum Launanefndar sveitarfélaga við viðkomandi stéttarfélag.
Upplýsingar veita Eygló Kristjánsdóttir, sveitarstjóri, í síma 487-4840 og
Kjartan H. Kjartansson, skólastjóri, í síma 865-7440.
Upplýsingar um Skaftárhrepp og Kirkjubæjarskóla eru á www.klaustur.is og http://www.kbs.is
Umsóknarfrestur er til 30. apríl.
Umsóknir skulu berast á skrifstofu Skaftárhrepps Klausturvegi 15, 880 Kirkjubæjarklaustur.

12.04.2011 17:06

Ljósmyndasamkeppni - vetrarmyndir úr Skaftárhreppi

Ljósmyndasamkeppni - vetrarmyndir úr SkaftárhreppiKlasinn Friður og frumkraftar blæs nú til ljósmyndasamkeppni. Gjaldgengar eru myndir teknar í Skaftárhreppi, af náttúru, dýra- og mannlífi - og góðri blöndu af þessu öllu. Við leitum að líflegum og fallegum myndum er sýna fjölbreytileika héraðsins. Sérstök áhersla er á vetrarmyndir.Áskilinn er réttur til að nota ljósmyndirnar í kynningarefni fyrir svæðið, enda sé ljósmyndara ætíð getið.Æskilegt er að myndirnar séu að lágmarki 5mpx (2500x1900) að stærð, en minni myndir eru þó ekki útilokaðar með öllu.

Vegleg verðaun eru veitt, í boði ferðaþjónustuaðila í Skaftárhreppi;1. Gisting og kvöldverður fyrir tvo á Hótel Klaustri, jöklaganga í Skaftafelli fyrir tvo í fjögurra tíma göngu með Fjallaleiðsögumönnum og ljósmyndabókin "Experience Iceland" eftir Hauk Snorrason í Hrífunesi.2. Gisting eða kvöldverður fyrir tvo á Hótel Núpum, dagsferð fyrir tvo frá Klaustri í Laka eða Landmannalaugar með Kynnisferðum og kaffi auk meðlætis á Kaffi Munkum á Klausturhlaðinu.3. Gisting fyrir fjóra á tjaldsvæðinu Kirkjubæ II á Klaustri, tveggja klst. fjórhjólaferð um Landbrotshóla fyrir fjóra (tvo á tveggja manna hjólum) og kaffi auk meðlætis á Kaffi Munkum á Klausturhlaðinu.

Myndirnar skal senda á netfangið ibi@klaustur.is í síðasta lagi annan páskadag, 25. apríl 2011.

Þeim skal fylgja nafn ljósmyndara, hvar og hvenær myndirnar eru teknar - og ekki skemma skemmtilegir myndatextar fyrir.Keppendum er einungis heimilt að senda inn myndir sem þeir hafa tekið sjálfir og eru þ.a.l. rétthafar að.Hverjum keppenda er heimilt að senda fleiri en eina mynd.Dómnefnd er skipuð af stjórn Friðar og frumkrafta.Friður og frumkraftar er hagsmunafélag sem hefur þann tilgang að efla byggð í Skaftárhreppi, fjölga atvinnutækifærum og standa vörð um þau sem fyrir eru ásamt því að styrkja markaðsstöðu og ímynd Skaftárhrepps.

Ingibjörg Eiríksdóttir

Verkefnastjóri Friðar og frumkrafta

Project Manager "At Ease with the Elements"

Klausturvegur 15, 880 Kirkjubæjarklaustur

ibi@klaustur.is www.klaustur.is

+ 354 899 8767

  • 1

Hér erum við

 


View My Saved Places in a larger map
Flettingar í dag: 247
Gestir í dag: 58
Flettingar í gær: 268
Gestir í gær: 65
Samtals flettingar: 659332
Samtals gestir: 131810
Tölur uppfærðar: 14.4.2021 16:44:25

Tjaldsvæði

Nafn:

Kleifar

Farsími:

8617546

Heimilisfang:

Geirlandsvegur (Mörk)

Staðsetning:

Kirkjubæjarklaustur

Heimasími:

4874675

Um:

Tjaldsvæðið Kleifar stendur við Geirlandsveg 2,5km. frá Kirkjubæjarklaustri. Við tjaldsvæðið er fallegur foss sem heitir Stjórnarfoss og á góðviðrisdögum verður vatnið í Stjórninni svo heitt að hægt er að fá sér sundsprett. Á tjaldsvæðinu eru tvö vatnssalerni og kalt rennandi vatn, bekkir og borð. Stutt er á Kirkjubæjarklaustur þar sem hægt er að komast í matvöruverslun, veitingastaði og sundlaug svo eitthvað sé nefnt.

Tenglar

This page in english
clockhere