Kleifar

Tjaldsvæði/Camping

Færslur: 2010 Júlí

31.07.2010 00:18

Á Döfinni

Á Döfinni

 

Á  Kirkjubæjarklaustri og nágrenni, 31.07 - 01.08 2010  

 

Verslunarmannahelgin 2010

Laugardagur 31. júlí

Kl.14:00  Hlutavelta í  Kirkjubæjarskóla.

Allur ágóði rennur til líknar-mála . Kvenfélag Kirkjubæjarhrepps og Kvenfélagið Hvöt

Kl.22:30  Lifandi tónlist á Systrakaffi. Hljómsveitin Dalton.

 

Sunnudagur 1. ágúst

Kl. 14:00  Guðsþjónusta í Bænhúsinu á Núpsstað.

Séra Haraldur M. Kristjánsson sóknarprestur í Vík predikar og þjónar fyrir altari.  Brian Roger Haroldsson leikur á orgel og félagar úr kór Prestbakkakirkju  og Ásakórnum leiða söng.  Hestamenn eru hvattir til að koma ríðandi til messu.  Farin verður hópreið frá Kálfafelli; brottför kl. 12:30.

Kl.22:30  Kvöldskemmtun við íþróttavöllinn á Kleifum. Brekkusöngur, brenna og flugeldasýning.  Hljómsveitin "Dalton" leiðir brekkusönginn.

Styrktaraðilar: Skaftárhreppur, Hótel Klaustur, Hótel Geirland, verslunin Kjarval, Systrakaffi , Kirkjubæjarstofa.

Kl.24:00  Dansleikur með hjómsveitinni "Dalton" í félagsheimilinu  Kirkjuhvoli.  Posi á staðnum. Aldurstakmark 16 ára.

Félagsheimilið Kirkjuhvoll / Upplýsingamiðstöð Skaftárhrepps

Klausturvegi 10.

 

Eldmessa. Kvikmynd um Skaftárelda 1783-1784 og Móðuharðindin.

Sýningar Kirkjubæjarstofu.  "Sagan í sandinum - Klaustrið á Kirkjubæ" og "Á slóðum Skaftárelda - eldfjall-maður - náttúra".

Vatnajökulsþjóðgarður. Sýning og fræðsluefni.

 

Opið: mánudaga - föstudaga 9:00 - 13:00 og 15:00 - 21:00
laugardaga opið 10:00 - 20:00,  sunnudaga opið 10:00 - 18:00
Sími: 487 4620. Netfang: info@klaustur.is

 

 Gisting, veitingar, verslun og þjónusta:

 

Tjaldsvæðið á Kirkjubæ II. Sturtur, þvottavél , þurrkari, hreinlætisaðstaða fyrir fatlaða. Sími: 894 4495

Tjaldsvæðið á Kleifum við Geirlandsveg. Sími: 487 4675

Kjarval, matvöruverslun.  Opið  09 -20  alla daga en 2. ágúst er opið

 kl 12-18. Sími: 487 4616

Skaftárskáli. Bensínstöð, veitingar. Opið   09-22  Sími: 487 4628

Hótel Geirland. Gisting, veitingar. Sími: 487 4677 
Hótel Laki  Efri-Vík. Gisting, veitingar, golf, veiði.  Sími: 497 4694

Ferðaþjónusta og sumarhús ehf. Hörgslandi 1 Gisting, veitingar, veiðileyfi, og fl. Sími: 487 6655

Ferðaþjónustan Hunkubökkum. Gisting, veitingar. Sími: 487 4681

Islandia Hótel Núpar. Gisting , veitingar, bar. Sími: 517 3060
Farfuglaheimilið Hvoll. Gisting, eldunaraðstaða. Sími: 487 4785

Nonna og Brynjuhús,Álftaveri. Svefnpokapláss og eldunaraðstaða. Sími:487 1446 /

 849 7917.

Hrífunes Skaftártungu. Gisting og tjaldsvæði. Sími:770 0123

Hrífunes Guesthouse. Gisting, veitingar, eldunaraðstaða. Sími: 6603705/8630300.

Veitingahúsið Systrakaffi. Kaffihús, veitingar, bar. Sími: 4874848.

Hótel Klaustur. Gisting, veitingar. Sími: 487 4900

Hólaskjól við Lambaskarðshóla. Svefnpokapláss, eldunaraðstaða, smáhýsi.

Sími: 855 5812/865 7432

Félagsheimilið Tungusel Skaftártungu. Svefnpokapláss, eldunaraðstaða.

Sími: 487 1339

Klausturbleikja/Glæðir ehf. Bleikjueldi. Sími: 487 4960 / 899 4960.

Bifreiðaverkstæðið Kirkjubæjarklaustri. Sími: 4874630/892 8663

Jeppaferðir frá Hótel Geirlandi. Hellaskoðunarferðir, Eldgjá og Langisjór.

Sími: 4874677

Hólasport, Efri- Vík. Jeppa- og fjórhjólaferðir. Sími: 6601155

Íþróttamiðstöð og sundlaug á Kirkjubæjarklaustri

Opnunartími  laugardag og sunnudag um verslunarmannahelgina 2010

er frá 10:00-19.00. Venjulegur opnunartími er:  

Mánud.-föstud    10:00-19:00,  laugard. og sunnud. 10:00-18:00

 

Handverkshúsið við Túngötu. Opið laugard. 31. júlí  kl. 13:00 - 16:00, sunnud. 1. ágúst kl. 16:00 - 18:00, mánudaginn 2. ágúst kl. 13.00 - 16:00. Sími: 867 2915

 

Upplýsingamiðstöðin í Félagsheimilinu Kirkjuhvoli. Opin   frá kl. 09:00-13:00 og 15:00 - 21:00 mánudaga -föstudaga, laugardaga frá 10:00 -20:00 og sunnudaga frá  10:00 -18:00. Þar er hægt að fá nánari upplýsingar um  afþreyingu á  svæðinu , gististaði og aðra þjónustu.

Sími: 487 4620 , netfang: info@klaustur.is Veffang: www.klaustur.is

 

Læknir Kirkjubæjarklaustri.  Sími: 480 5350

Lögregla Kirkjubæjarklaustri.  Sími: 488 4110

Neyðarnúmer 112

30.07.2010 13:42

Skógardagur skógræktarfélagsins Merkur

Skógardagur skógræktarfélagsins Merkur verður haldinn í skógarreit félagsins að Hnausafit í Meðallandi laugardaginn 7. ágúst kl. 13:30

Skoðunarferð um reitinn, grill, harmóníku-spil, skemmtum okkur saman.

Nánar auglýst síðar.

Skógræktarfélagið Mörk, Kirkjubæjarklaustri

29.07.2010 13:56

íþróttamiðstöðin

Íþróttamiðstöðin mun verða opin klukkutíma lengur á laugard og

sunnudag um verslunarmannahelgina.Opnunartími verður því 10-19 þessa 2 daga.

25.07.2010 15:18

Gönguleiðir

Gönguleiðir

21.07.2010 10:48

Jeppaferðir frá Hótel Geirlandi

Hótel Geirland býður upp á jeppaferðir í sumar á breyttum Ford Econoline. Í boði verða m.a. hellaskoðunarferðir ásamt styttri gönguferðum. Fastar áætlunarferðir í hellaskoðun munu byrja 20. Júní og farið verður á mánudögum, miðvikudögum og föstudögum.
Einnig verður boðið uppá ferðir að Langasjó frá 1. Júlí en farið verður á þriðjudögum, fimmtudögum, laugardögum og sunnudögum. Komið verður við í Eldgjá ásamt fleiri áhugaverðum stöðum.
Hægt er að bóka í ferðirnar í síma 487 4677 487 4677 eða á netfangið geirland@centrum.is


Við á Hótel Geirlandi hlökkum til að sjá þig,

Kv,
Gísli og Erla.

15.07.2010 17:18

Bænhúsið að Núpsstað

Guðsþjónusta verður um verslunarmannahelgina í bænhúsinu að Núpsstað í Skaftárhreppi sunnudaginn 1. ágúst nk. og hefst kl. 14:00.

Séra Haraldur M. Kristjánsson sóknarprestur í Vík prédikar og þjónar fyrir altari.
Brian Roger Haroldsson leikur á orgel.
Félagar úr kór Prestsbakkakirkju og Ásakórnum leiða söng.

Hestamenn eru hvattir til þess að koma ríðandi til messu. Farin verður hópreið frá Kálfafelli í Fljótshverfi og lagt af stað þaðan kl. 12.30.

Fjölmennum til guðsþjónustunnar og eigum þar notalega stund.
Séra Ingólfur Hartvigsson, sóknarprestur

15.07.2010 17:14

Eldmessa

Eldmessa er stutt heimildarmynd um eldgosið í Lakagígum árið 1783-1784 og afleiðingar þess.
Myndin er 15 mínútna löng og er sýnd í Félagsheimilinu Kirkjuhvoli á fjórum tungumálum - íslenska, enska, franska og þýska.
Myndin er sýnd á opnunartíma Upplýsingamiðstöðvar Skaftárhrepps
:mánudagar - föstudagar : 09.00-13.00 og 15.00-21.00
laugardagar: 10.00-20.00
sunnudagar: 10.00-18.00Sýnishorn úr myndinni:
http://www.eldmessa.is/eldmessa/?page_id=209

www.eldmessa.is

15.07.2010 15:25

Árleg hlutavelta

Árleg hlutavelta kvenfélaganna Hvatar og kvenfélags Kirkjubæjarhrepps verður haldin á Kirkjubæjarklaustri laugardaginn 31. júlí n.k. kl:14:00.

15.07.2010 15:20

6.-8. ágúst Kammertónleikar á Kirkjubæjarklaustri

KAMMERTÓNLEIKAR Á KIRKJUBÆJARKLAUSTRI
20. hátíðHinir árlegu KAMMERTÓNLEIKAR Á KIRKJUBÆJARKLAUSTRI fagna í ár tuttugu ára afmæli með flutningi fyrsta flokks tónlistarmanna á fjölbreyttri kammertónlist frá miðöldum fram á okkar daga. Tónlistarmennirnir sem koma fram á tónleikunum í ár eru:

Edda Erlendsdóttir, píanó
Elfa Rún Kristinsdóttir, fiðla
Helga Þóra Björgvinsdóttir, fiðla
Þórunn Ósk Marinósdóttir, víóla
Margrét Árnadóttir, selló
Daníel Bjarnason, píanó
Francisco Javier Jáuregui, gítar
Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir, mezzósópran og listrænn stjórnandi

Píanóleikarinn Edda Erlendsdóttir hlaut nú í ár bæði riddarakross hinnar íslensku fálkaorðu fyrir störf sín á vettvangi íslenskrar tónlistar og íslensku tónlistarverðlaunin fyrir plötu ársins, þar sem hún túlkar píanókonserta eftir Haydn, en Edda mun flytja einn konsertanna á hátíðinni í útgáfu með strengjakvartett.

Á Kammertónleikum á Kirkjubæjarklaustri er flutt kammertónlist frá ólíkum tímabilum tónlistarsögunnar fram á okkar daga, en það er aðstandendum hátíðarinnar sérstakt gleðiefni að hafa fengið tónskáldið, hljómsveitarstjórann og píanóleikarann Daníel Bjarnason til þess að semja sérstaklega nýtt verk til frumflutnings á hátíðinni. Verkið heitir Larkin Songs og er skrifað fyrir mezzósópran og píanókvintett, en Daníel mun sjálfur leika píanópartinn. Daníel hlaut íslensku tónlistarverðlaunin í ár, bæði sem höfundur ársins, fyrir tónverkin á plötunni Processions, og fyrir tónverk ársins, Bow to string.

Fiðluleikararnir Elfa Rún Kristinsdóttir og Helga Þóra Björgvinsdóttir, víóluleikarinn Þórunn Ósk Marinósdóttir og sellóleikarinn Margrét Árnadóttir eru allar í fremstu röð íslenskra strengjaleikara og hafa komið fram sem einleikarar með Sinfóníuhljómsveit Íslands og víðar. Árið 2006 hlaut Elfa Rún bæði íslensku tónlistarverðlaunin og fyrstu verðlaun í Johann Sebastian Bach tónlistarkeppninni í Leipzig. Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir mezzósópran og listrænn stjórnandi er margverðlaunuð í alþjóðlegum söngkeppnum og hefur komið fram víðs vegar í Evrópu og sungið inn á geisladiska, en gítarleikarinn Francisco Javier Jáuregui hefur komið fram bæði sem einleikari og meðleikari í Evrópu, Bandaríkjunum og Suð-austur Asíu.

Vinsælt hefur verið að gista í nágrenni Kirkjubæjarklausturs til að njóta þar tónlistar og náttúrufegurðar undir lok sumarsins og er fólki ráðlagt að panta gistingu í tíma. Athygli fastagesta er vakin á breyttri tímasetningu tónleikanna. Það er Menningarmálanefnd Skaftárhrepps sem stendur fyrir hátíðinni en upplýsingar og miðapantanir eru í síma: 487-4620 487-4620 .

www.klaustur.is
Efnisskrá Kammertónleika á Kirkjubæjarklaustri 6. - 8. ágúst 2010
Föstudagur 6.8. kl. 20:00
Edvard Grieg: Ljóðræn smálög fyrir píanó og sex ljóð eftir Ibsen fyrir rödd og píanó, Op. 25.
Claude Debussy: Strengjakvartett, Op. 10.

Laugardagur 7.8. kl. 20:00
Agustín Castilla-Ávila: Adriano fyrir mezzósópran og gítar.
Arvo Pärt: Es sang vor langen Jahren fyrir alt, fiðlu og víólu.
Salvatore Sciarrino: Capricci fyrir einleiksfiðlu.
Mario Castelnuovo-Tedesco: Kvintett fyrir gítar og strengjakvartett, Op. 143.

Sunnudagur 8.8. kl. 15:00
Francisco Javier Jáuregui: Sephardic Songs fyrir mezzósópran og gítar.
Sergei Prokofiev: Sónata fyrir tvær fiðlur, Op. 56.
Daníel Bjarnason: Larkin Songs (FRUMFLUTNINGUR) fyrir mezzósópran og píanókvintett.
Franz Joseph Haydn: Konsertínó í f-dúr fyrir píanó.

Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir, mezzósópran og listrænn stjórnandi. Æviágrip Guðrúnar má sjá hér.

Saga Kammertónleika á Kirkjubæjarklaustri

Kammertónleikar á Kirkjubæjarklaustri voru stofnaðir af Eddu Erlendsdóttur, píanóleikara. Fyrstu tónleikarnir voru haldnir helgina 16. - 18. ágúst árið 1991 og hafa þeir verið haldnir árlega síðan. Á annað hundrað tónlistarmanna, íslenskra sem erlendra, hafa komið fram á tónleikunum. Edda Erlendsdóttir var listrænn stjórnandi tónleikanna frá upphafi þangað til Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir, mezzósópransöngkona, tók við árið 2006. Margir af tónleikunum í gegnum árin hafa verið teknir upp af Ríkisútvarpinu.

12.07.2010 13:21

Íþróttamiðstöðin

Íþróttamiðstöðin á Klaustri
sumaropnun 2010


Mánudagar-föstudagar 10:00-19:00

Laugardagur og sunnudagur 10:00-18:00


Gjaldskrá í sund
Börn 200.-
Fullorðnir 400.-
Öryrkjar/ellilífeyrisþegar 200.-
Sturta 300.-
Handklæði/sundföt 400.-

10 tíma kort fyrir börn 1500.-
30 tíma kort fyrir börn 3000.-
10 tíma kort fyrir fullorðna 3500.-
30 íma kort fyrir fullorðna 8000.-

Gjaldskrá í tækjasal + sund
Stakur tími 600.-
10 tíma kort 5000.-
30 tíma kort 12.000.-
Árskort fyrir fullorðna 40.000.-

Íþróttasalur (90.mín) 3000.-


Opening hours for the swimming pool

Monday-Friday 10:00-19:00
Saturday-Sunday 10:00-18:00

12.07.2010 13:13

Gönguferðir

Gönguferðir ferðamálafélags skaftárhrepps sumarið 2010

Maí:
12. Kvöldferð: Orrustuhóll í Brunahrauni
Fararstjórn: Rannveig Bjarnadóttir.
Mæting við Skaftárskála kl. 19.

Júní:
9. Kvöldferð: Blesahraun Fararstjórn: Hjalti Júlíusson Mæting við Skaftárskála kl. 19
27. Dagsferð: Utanfljótsheiðar í Skaftártungu Fararstjórn: Sigurgeir Gíslason Mæting við Hrífunes kl. 10 (Skaftárskála kl. 9:30)

Júlí:
7. Kvöldferð: Álftaversgígar (Hundastrompur, Vellustrompur o.fl.) Fararstjórn: Harpa Ósk Jóhannesdóttir og Jóhannes Gissurarson Mæting við Skálm, Álftaversafleggjara kl. 19 (Skaftárskála kl. 18:30)
25. Dagsferð: Skaftárdalur-Skál Fararstjórn: Eiríkur Jónsson og Ingibjörg Eiríksdóttir Akstur innifalinn - skráning fyrirfram; sjá neðar

Ágúst:
4. Kvöldferð: Húsheiði ofan Hörgslands á Síðu Fararstjórn: Anna Harðardóttir
Mæting við Hörgsland kl. 19 (Skaftárskála kl. 18:50)
22. Dagsferð: Botnar - Hnausar Fararstjórn: Júlíana Þóra Magnúsdóttir Akstur innifalinn - skráning fyrirfram; sjá neðar

September:
1. Kvöldferð: Með Brúnum; Hunkubakkar-Klaustur Fararstjórn: Björgvin Harðarson og Björk Ingimundardóttir
Mæting við Hunkubakka kl. 19 (Skaftárskála kl. 18:50)

Við hlökkum til að sjá ykkur og ganga saman um fjölbreytt svæðið í góðum félagsskap!
Gjald í ferðirnar er almennt kr. 500 og sameinast verður í bíla þar sem það á við. Tvær ferðir þarf að skrá sig í fyrirfram (sjá síma og netfang að neðan) og verður verð þeirra auglýst á www.klaustur.is þegar nær dregur. Allir velkomnir!

Nánari upplýsingar má fá í s. 899-8767 / netf. ferdamalafelag@gmail.com
Ferðanefndin (Ólöf Ragna, Unnur og Ingibjörg)
  • 1

Hér erum við

 


View My Saved Places in a larger map
Flettingar í dag: 247
Gestir í dag: 58
Flettingar í gær: 268
Gestir í gær: 65
Samtals flettingar: 659332
Samtals gestir: 131810
Tölur uppfærðar: 14.4.2021 16:44:25

Tjaldsvæði

Nafn:

Kleifar

Farsími:

8617546

Heimilisfang:

Geirlandsvegur (Mörk)

Staðsetning:

Kirkjubæjarklaustur

Heimasími:

4874675

Um:

Tjaldsvæðið Kleifar stendur við Geirlandsveg 2,5km. frá Kirkjubæjarklaustri. Við tjaldsvæðið er fallegur foss sem heitir Stjórnarfoss og á góðviðrisdögum verður vatnið í Stjórninni svo heitt að hægt er að fá sér sundsprett. Á tjaldsvæðinu eru tvö vatnssalerni og kalt rennandi vatn, bekkir og borð. Stutt er á Kirkjubæjarklaustur þar sem hægt er að komast í matvöruverslun, veitingastaði og sundlaug svo eitthvað sé nefnt.

Tenglar

This page in english
clockhere