Kleifar

Tjaldsvæði/Camping

27.06.2013 02:18

Sönghátíð á Kirkjubæjarklaustri!

Verið velkomin á Sönghátíð á Kirkjubæjarklaustri!

Listamenn:
Gissur Páll Gissurarson, tenór
Kvennakórinn Vox Feminae, stjórnandi: Margrét J. Pálmadóttir
Anna Guðný Guðmundsdóttir, píanó
Francisco Javier Jáuregui, gítar
Bára Grímsdóttir, staðartónskáld
Elfa Lilja Gísladóttir, stjórnandi tónlistarsmiðju fyrir börn
Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir, mezzósópran og listrænn stjórnandi

Tónleikar:

Föstudagur 28.6. kl. 21:00 - Lútulög og ástarjátningar
Gissur Páll Gissurarson, tenór, Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir, mezzósópran, Francisco Javier Jáuregui, gítar og Anna Guðný Guðmundsdóttir, píanó. Lútulög eftir John Dowland og rómantísk ensk sönglög frá fyrri hluta 19. aldar.

Laugardagur 29.6. kl. 17:00 - Dagar í túni - íslensk kórtónlist.
Kvennakórinn Vox Feminae, stjórnandi: Margrét J. Pálmadóttir. Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir, mezzósópran. Frumflutningur á nýju verki fyrir kvennakór og mezzósópran sem Bára Grímsdóttir hefur samið sérstaklega fyrir hátíðina: Dame la mano (Gabriela Mistral) 

Sunnudagur 30.6. kl. 15:00 - Lokatónleikar
Kvennakórinn Vox Feminae, stjórnandi: Margrét J. Pálmadóttir. Gissur Páll Gissurarson, tenór, Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir, mezzósópran, Franciso Javier Jáuregui, gítar, Anna Guðný Guðmundsdóttir, píanó, börn úr Tónlistarsmiðju hátíðarinnar undir stjórn Elfu Lilju Gísladóttur. Verk eftir Rossini, Donizetti og Bellini.


TÓNLISTARSMIÐJA FYRIR 5-10 ÁRA BÖRN:

Kammertónleikar á Kirkjubæjarklaustri standa nú í fyrsta skipti fyrir spennandi og menntandi tónlistarsmiðju fyrir börn á aldrinum 5-10 ára helgina 29. til 30. júní. Börnin munu fara í tónlistarleiki, spinna og taka svo þátt í tónleikum með tónlistarmönnum Kammertónleika á Kirkjubæjarklaustri sunnudaginn 30. júní. Stjórnandi tónlistarsmiðjunnar er Elfa Lilja Gísladóttir tónlistarkennari.
Í þessari tónlistarsmiðju mun hún blanda saman tónlist, leiklist, söng og dansi á skemmtilegan hátt. Börnin æfa og setja upp lítinn söngleik þar sem unnið er þvert á listgreinar og hugmyndir barnanna fá að blómstra. 


Þátttaka í tónlistarsmiðjunni er ókeypis.

Kammertónleikar á Kirkjubæjarklaustri standa nú í fyrsta skipti fyrir spennandi, menntandi og skemmtilegri tónlistarsmiðju fyrir börn á aldrinum 5-10 ára helgina 29. til 30. júní. Börnin munu fara í tónlistarleiki, spinna og taka svo þátt í tónleikum með tónlistarmönnum Kammertónleika á Kirkjubæjarklaustri sunnudaginn 30. júní.

Dagskrá tónlistarsmiðjunnar:

Laugardagur 29.6. 2013
10:00-12:00 og 14:00-16:00

Sunnudagur 30.6. 2013
11:00-13:00 og 14:30-15:00 (upphitun fyrir tónleika).
15:00 Tónleikar á Kammertónleikum á Kirkjubæjarklaustri í félagsheimilinu Kirkjuhvoli.


Stjórnandi tónlistarsmiðjunnar er Elfa Lilja Gísladóttir tónlistarkennari. Elfa Lilja hefur kennt ólíkum hópum tónlist síðustu ár í Kramhúsinu, og við tónlistar-, leik- og grunnskóla. Hún hefur gefið út námsefni í tónlist og hreyfingu Hring eftir hring og haldið námskeið og flutt fyrirlestra um tónlistaruppeldi barna. 

Í þessari tónlistarsmiðju mun hún blanda saman tónlist, leiklist, söng og dansi á skemmtilegan hátt. Börnin æfa og setja upp lítinn söngleik þar sem unnið er þvert á listgreinar og hugmyndir barnanna fá að blómstra. 

Þátttaka í tónlistarsmiðjunni er ókeypis. Allir eru hjartanlega velkomnir.

Skráning fer fram hjá Rannveigu Bjarnadóttur í netfanginu kammertonleikar@gmail.com og í síma 865 7387.

Vinsamlegast athugið að miðað er við að börnin taki þátt í námskeiðinu allan tímann.

www.kammertonleikar.is

Hér erum við

 


View My Saved Places in a larger map
Flettingar í dag: 264
Gestir í dag: 58
Flettingar í gær: 268
Gestir í gær: 65
Samtals flettingar: 659349
Samtals gestir: 131810
Tölur uppfærðar: 14.4.2021 17:11:36

Tjaldsvæði

Nafn:

Kleifar

Farsími:

8617546

Heimilisfang:

Geirlandsvegur (Mörk)

Staðsetning:

Kirkjubæjarklaustur

Heimasími:

4874675

Um:

Tjaldsvæðið Kleifar stendur við Geirlandsveg 2,5km. frá Kirkjubæjarklaustri. Við tjaldsvæðið er fallegur foss sem heitir Stjórnarfoss og á góðviðrisdögum verður vatnið í Stjórninni svo heitt að hægt er að fá sér sundsprett. Á tjaldsvæðinu eru tvö vatnssalerni og kalt rennandi vatn, bekkir og borð. Stutt er á Kirkjubæjarklaustur þar sem hægt er að komast í matvöruverslun, veitingastaði og sundlaug svo eitthvað sé nefnt.

Tenglar

This page in english
clockhere