Kleifar Tjaldsvæði/Camping |
|
11.06.2013 21:23Kammertónleikar á KirkjubæjarklaustriSönghátíð og tónlistarsmiðja fyrir börn 28. - 30. júní 2013 Kammertónleikar
á Kirkjubæjarklaustri standa fyrir sönghátíð og tónlistarsmiðju fyrir börn
helgina 28. til 30. júní 2013. Kvennakórinn Vox Feminae ,
undir stjórn Margrétar J. Pálmadóttur, heldur upp á sitt tuttugasta
starfsár í ár og mun flytja á hátíðinni íslenska efnisskrá undir heitinu Dagar
í túni. Bára Grímsdóttir hefur samið nýtt verk fyrir kórinn og
mezzósópransöngkonuna Guðrúnu Jóhönnu Ólafsdóttur, sem jafnframt er
listrænn stjórnandi hátíðarinnar. Tenórsöngvarinn Gissur Páll Gissurarson,
sem hlaut Íslensku tónlistarverðlaunin sem Söngvari ársins nýverið, mun
flytja ítalskar perlur eftir Bellini með Önnu Guðnýju Guðmundsdóttir píanóleikara
og undurfögur sönglög frá endurreisnartímanum eftir John Dowland við
gítarundirleik SpánverjansFrancisco Javier Jáuregui. Guðrún og Javier
munu einnig flytja ensk lög frá fyrri hluta nítjándu aldar, sem voru að koma út
með þeim á geisladiski á vegum spænska útgáfufyrirtækisins EMEC. Elfa
Lilja Gísladóttir mun leiða 5-10 ára börn í tónlistarsmiðju og munu
þau koma fram á tónleikum með tónlistarmönnum hátíðarinnar. Tónleikarnir verða
föstudaginn 28.6. kl. 21:00, laugardaginn 29.6. kl. 17:00 og sunnudaginn 30.6.
kl. 15:00 í Kirkjuhvoli á Kirkjubæjarklaustri. Miðapantanir og skráning í
tónlistarsmiðju fer fram í netfanginukammertonleikar@gmail.com Nánari upplýsingar má finna á
vefnumwww.kammertonleikar.is TÓNLEIKAR: Föstudagur 28.6. kl.
21:00. Flow, my tears - Ensk sönglög frá endurreisn til rómantíkur Gissur Páll Gissurarson, tenór, Guðrún
Jóhanna Ólafsdóttir, mezzósópran, Franciso Javier Jáuregui, gítar og Anna Guðný
Guðmundsdóttir, píanó. Laugardagur
29.6. kl. 17:00. Dagar í túni - íslensk kórtónlist Kvennakórinn Vox Feminae, stjórnandi:
Margrét J. Pálmadóttir. Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir, mezzósópran, Anna Guðný
Guðmundsdóttir, píanó. Frumflutningur á verki fyrir kvennakór og
mezzósópran eftir Báru Grímsdóttur. Sunnudagur 30.6. kl.
15:00 Bel canto og tónlistarbörn Lokatónleikar. Kvennakórinn Vox Feminae,
stjórnandi: Margrét J. Pálmadóttir. Gissur Páll Gissurarson, tenór, Guðrún
Jóhanna Ólafsdóttir, mezzósópran, Franciso Javier Jáuregui, gítar, Anna Guðný
Guðmundsdóttir, píanó, börn úr Tónlistarsmiðju Kammertónleika á
Kirkjubæjarklaustri undir stjórn Elfu Lilju Gísladóttur. TÓNLISTARSMIÐJA FYRIR
BÖRN 5-10 ára: skráning á info@klaustur.is. Laugardagur 29.6. 10:00-12:00 og 14:00-16:00 Sunnudagur 30.6. 11:00-13:00 og 14:30-15:00. 15:00 Tónleikar LISTAMENN: Kvennakórinn Vox Feminae, stjórnandi:
Margrét J. Pálmadóttir Gissur Páll Gissurarson, tenór Franciso Javier Jáuregui, gítar Anna Guðný Guðmundsdóttir, píanó Bára Grímsdóttir, staðartónskáld Elfa Lilja Gísladóttir, stjórnandi
tónlistarsmiðju fyrir börn Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir, mezzósópran og
listrænn stjórnandi Staðsetning: Félagsheimilið Kirkjuhvoll, Klausturvegi,
Kirkjubæjarklaustri, Skaftárhreppi. Miðasala Miðaverð:
3.500 kr. á staka tónleika, 6.000 kr. á tvenna tónleika og 8.500 kr. á þrenna.
Eldri borgarar: 3.000 kr. á staka tónleika, 5.500 kr. á tvenna tónleika og
7.500 kr. á þrenna. Þátttaka
í tónlistarsmiðju fyrir börn er ókeypis. Hótel og gististaðir á og í nágrenni Klausturs bjóða
gestum hátíðarinnar upp á gistingu og fæði í ýmsum verðflokkum. Um það má fá
upplýsingar í Upplýsingamiðstöð ferðamála á Klaustri í síma 487-4620 á síðunniwww.klaustur.is eða í netfanginu info@klaustur.is Nánari
upplýsingar um tónleikana veitir Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir, listrænn
stjórnandi hátíðarinnar, í netfanginukammertonleikar@gmail.com Tenglar: Kvennakórinn
Vox Feminae: http://www.voxfeminae.is/ Gissur Páll Gissurarson:http://www.tonlist.is/Music/Artist/403807/gissur_pall_gissurarson/ John
Barber: http://www.johnbarbermusic.com/ Guðrún
Jóhanna Ólafsdóttir: www.gudrunolafsdottir.com Francisco
Javier Jáuregui: www.javierjauregui.com Klausturhof
Kirkjubæjarklaustri Skrifað af Gunna Flettingar í dag: 93 Gestir í dag: 40 Flettingar í gær: 132 Gestir í gær: 57 Samtals flettingar: 639019 Samtals gestir: 127559 Tölur uppfærðar: 25.1.2021 20:17:10 |
Eldra efni Tjaldsvæði Nafn: KleifarFarsími: 8617546Tölvupóstfang: kleifar68@simnet.isHeimilisfang: Geirlandsvegur (Mörk)Staðsetning: KirkjubæjarklausturHeimasími: 4874675Um: Tjaldsvæðið Kleifar stendur við Geirlandsveg 2,5km. frá Kirkjubæjarklaustri. Við tjaldsvæðið er fallegur foss sem heitir Stjórnarfoss og á góðviðrisdögum verður vatnið í Stjórninni svo heitt að hægt er að fá sér sundsprett. Á tjaldsvæðinu eru tvö vatnssalerni og kalt rennandi vatn, bekkir og borð. Stutt er á Kirkjubæjarklaustur þar sem hægt er að komast í matvöruverslun, veitingastaði og sundlaug svo eitthvað sé nefnt.Tenglar
|
© 2021 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is