Kleifar

Tjaldsvæði/Camping

11.06.2013 21:22

17. júní 2013

17. júní 2013

Kæru Skaftfellingar komum og höfum gaman saman.


Dagskrá:

Kl:13:00 Skrúðganga 
Lagt er af stað frá Systrakaffi,  endað á lóð skólans.

(blöðrur verða seldar við Systrakaffi.)

Kl:13:30 Bílasýning á plani skólans 
þar sem bílar héðan og þaðan úr hreppnum verða til sýnis.

Kl:14:15 Leikir á lóð skólans,  
þar verður keppt í liðakeppni og skorum við á sem flesta að taka þátt,  unga sem aldna.

Kl:15:00 Verða til sölu grillaðar pylsur 
sem ungmannafélagið Ármann mun sjá um.

Kl:15:30  Nunnur Ármanns og Munkar Ármanns 
munu leiða saman hesta sína og keppa í skemmtilegum greinum.

Kl:16:00 Kaffi í félagsheimilinu

Auður og Vignir í Systrakaffi verða með gefins ís fyrir börn 12 ára og yngri í Skaftárskála.

Kveðja, 17. júní-ráðið.

Ef áhugi er fyrir að sýna bíl eða annað vélknúið tæki á sýningunni hafið samband við Jóhann Gunnar s. 867-0655 eða Gunnar Pétur s. 847-7125

Hér erum við

 


View My Saved Places in a larger map
Flettingar í dag: 209
Gestir í dag: 55
Flettingar í gær: 268
Gestir í gær: 65
Samtals flettingar: 659294
Samtals gestir: 131807
Tölur uppfærðar: 14.4.2021 15:57:15

Tjaldsvæði

Nafn:

Kleifar

Farsími:

8617546

Heimilisfang:

Geirlandsvegur (Mörk)

Staðsetning:

Kirkjubæjarklaustur

Heimasími:

4874675

Um:

Tjaldsvæðið Kleifar stendur við Geirlandsveg 2,5km. frá Kirkjubæjarklaustri. Við tjaldsvæðið er fallegur foss sem heitir Stjórnarfoss og á góðviðrisdögum verður vatnið í Stjórninni svo heitt að hægt er að fá sér sundsprett. Á tjaldsvæðinu eru tvö vatnssalerni og kalt rennandi vatn, bekkir og borð. Stutt er á Kirkjubæjarklaustur þar sem hægt er að komast í matvöruverslun, veitingastaði og sundlaug svo eitthvað sé nefnt.

Tenglar

This page in english
clockhere