Kleifar

Tjaldsvæði/Camping

11.06.2013 21:20

Hátíðarmessa Langholtskirkju

Hátíðarmessa sunnudaginn 16. júní 2013

Langholtskirkja í Meðallandi 150 ára

Langholtskirkja í Meðallandi, sem var reist á árunum 1862-63 og afhent Langholtssöfnuði 14. des 1863, á 150 ára afmæli á þessu ári. Af því tilefni fer fram hátíðar- og afmælismessa í kirkjunni sunnudaginn 16. júní nk kl.13.

Biskup Íslands frú Agnes M. Sigurðardóttir prédikar. Séra Kristján Valur Ingólfsson vígslubiskup og séra Halldóra Þorvarðardóttir prófastur þjóna til altaris ásamt séra Ingólfi Hartvigssyni sóknarpresti. Ásakórinn og kirkjukór Prestsbakkakirkju leiða söng undir stjórn Brians Røgers C. Haroldssonar organista Langholtssóknar

Eftir messuna verður boðið til kirkju- og afmæliskaffis á Hótel Laka í Efri-Vík.

Sóknarnefnd og sóknarprestur.

Hér erum við

 


View My Saved Places in a larger map
Flettingar í dag: 264
Gestir í dag: 58
Flettingar í gær: 268
Gestir í gær: 65
Samtals flettingar: 659349
Samtals gestir: 131810
Tölur uppfærðar: 14.4.2021 17:11:36

Tjaldsvæði

Nafn:

Kleifar

Farsími:

8617546

Heimilisfang:

Geirlandsvegur (Mörk)

Staðsetning:

Kirkjubæjarklaustur

Heimasími:

4874675

Um:

Tjaldsvæðið Kleifar stendur við Geirlandsveg 2,5km. frá Kirkjubæjarklaustri. Við tjaldsvæðið er fallegur foss sem heitir Stjórnarfoss og á góðviðrisdögum verður vatnið í Stjórninni svo heitt að hægt er að fá sér sundsprett. Á tjaldsvæðinu eru tvö vatnssalerni og kalt rennandi vatn, bekkir og borð. Stutt er á Kirkjubæjarklaustur þar sem hægt er að komast í matvöruverslun, veitingastaði og sundlaug svo eitthvað sé nefnt.

Tenglar

This page in english
clockhere