Kleifar

Tjaldsvæði/Camping

02.08.2012 16:33

Á Döfinni um verslunarmannahelgina 2012

Á Döfinni

um verslunarmannahelgina 2012

á  Kirkjubæjarklaustri og nágrenni,

 

Laugardagurinn 4. ágúst

Kl.13:00-18:00 Sveitamarkaður í Tunguseli í Skaftártungu.

Handverk, kaffisala, vöfflur og fl..

 

Kl.14.00 Hlutavelta í matsal Kirkjubæjarskóla á Kirkjubæjarklaustri.

Miðaverði  stillt í hóf og engin núll.

Allur ágóði rennur til  tækjakaupa fyrir Heilsugæslustöðina á Kirkjubæjarklaustri.

Kvenfélag Kirkjubæjarhrepps og Kvenfélagið Hvöt

 

Sunnudagurinn 5. ágúst

Kl. 14:00  Guðsþjónusta í Bænhúsinu á Núpsstað.

Séra Ingólfur Hartviksson predikar og þjónar fyrir altari.  Kristján Gissurarson frá Eiðum leikur á orgel. Félagar úr kórum prestakallsins leiða söng.

 

Kl. 21:00 Kvöldganga  um Kirkjubæjarklaustur með ferðaþjónustufyrirtækinu Slóðum. Ekkert þátttökugjald. Gangan hefst við  Kaffi Munka, við Systrafoss,  og endar við íþróttavöllinn á Kleifum  um kl. 10:30

 

Kl.22:30  Kvöldskemmtun við íþróttavöllinn á Kleifum. Brekkusöngur, brenna og flugeldasýning.  Hljómsveitin "Dalton" leiðir brekkusönginn. Björgunarsveitin Kyndill sér um flugeldasýningu.

 

Kl.24:00  Dansleikur með hljómsveitinni "Dalton" í félagsheimilinu  Kirkjuhvoli á Kirkjubæjarklaustri. Húsið opnar kl. 23.00. Aldurstakmark 16 ára. Miðaverð kr. 3000.

 

Styrktaraðilar að dagskrá verslunarmannahelgar 2012 á Kirkjubæjarklaustri og nágrenni:  Farfuglaheimilið Hvoll, Ferðamálafélag Skaftárhrepps, Hótel Geirland, Hótel Klaustur, Islandia Hótel Núpar, Kirkjubæjarstofa, Skaftárhreppur, Slóðir, Vatnajökulsþjóðgarður.

 

Velkomin í Skaftárstofu - Kirkjubæjarklaustri

 

Upplýsingamiðstöð ferðamanna, sýning  um náttúru og sögu Skaftárhrepps

og Vestursvæði Vatnajökulsþjóðgarðs. Kvikmyndin Eldmessa,  frítt inn.

Friður og frumkraftar

Kirkjubæjarstofa

Skaftáreldar ehf

Skaftárhreppur

Vatnajökulsþjóðgarður

www.klaustur.is

Hér erum við

 


View My Saved Places in a larger map
Flettingar í dag: 264
Gestir í dag: 58
Flettingar í gær: 268
Gestir í gær: 65
Samtals flettingar: 659349
Samtals gestir: 131810
Tölur uppfærðar: 14.4.2021 17:11:36

Tjaldsvæði

Nafn:

Kleifar

Farsími:

8617546

Heimilisfang:

Geirlandsvegur (Mörk)

Staðsetning:

Kirkjubæjarklaustur

Heimasími:

4874675

Um:

Tjaldsvæðið Kleifar stendur við Geirlandsveg 2,5km. frá Kirkjubæjarklaustri. Við tjaldsvæðið er fallegur foss sem heitir Stjórnarfoss og á góðviðrisdögum verður vatnið í Stjórninni svo heitt að hægt er að fá sér sundsprett. Á tjaldsvæðinu eru tvö vatnssalerni og kalt rennandi vatn, bekkir og borð. Stutt er á Kirkjubæjarklaustur þar sem hægt er að komast í matvöruverslun, veitingastaði og sundlaug svo eitthvað sé nefnt.

Tenglar

This page in english
clockhere