Kleifar

Tjaldsvæði/Camping

06.06.2012 10:32

GÖNGUFERÐIR FERÐAMÁLAFÉLAGS SKAFTÁRHREPPS SUMARIÐ 2012


Þriðja sumarið í röð stendur Ferðamálafélag Skaftárhrepps fyrir gönguferðum með leiðsögn um valda staði í hreppnum.  Ferðirnar eru á miðvikudagskvöldum og laugardögum, og allir eru velkomnir!

 

Júní:

  6.       Kvöldferð:  Fljótsbotn í Meðallandi

            Fararstjórn:  Ingibjörg Eiríksdóttir, en Kjartan Ólafsson mun taka á móti hópnum

og segja frá staðháttum.        

Mæting við Skaftárskála kl. 18 (Botnaafleggjara kl. 18:20)

 

16.      Dagsferð:  Fossarnir í Hverfisfljóti
            Fararstjórn:  Sigurður Kristinsson og Anna Harðardóttir
            Mæting við Skaftárskála kl. 9:30 (Þverá kl. 9:50)     

 

  27.     Kvöldferð: Kúabót í Álftaveri

            Fararstjórn: Kristbjörg Hilmarsdóttir

            Mæting við Skaftárskála kl. 18 (Þykkvabæjarklaustur kl. 18:40)

 

Júlí:

   7.      Dagsferð:  Kaldbakur
Fararstjórn:  Mörtungubændur
Mæting við Skaftárskála  kl. 9:30 (Mörtungu kl. 9:45)

                                                       

  18.     Kvöldferð:  Dimmagljúfur, Arakambagljúfur og Titjufossgljúfur í Tungufljóti
Fararstjórn:  Sigfús Sigurjónsson og Lilja Guðgeirsdóttir
Mæting við Skaftárskála kl.18 (Borgarfell kl. 18:30)

 

Ágúst:

    4.     Dagsferð:  Rauðhóll-Hervararstaðir-Helgastaðaháls-Holtsdalur  
Fararstjórn:  Björgvin Harðarson og og Björk Ingimundardóttir
Mæting við Skaftárskála kl. 9:30 (Skaftárrétt kl. 9:40)

 

  15.     Kvöldferð:  Eyðibýlin Sandar og Sandasel í Meðallandi
           
Fararstjórn:  Lilja Magnúsdóttir, auk valinkunnra Meðallendinga

            Mæting við Skaftárskála kl. 18 (afleggjara að Strönd af Meðallandsvegi kl. 18:40)

 

 

Við hlökkum til að sjá ykkur og ganga saman um fjölbreytt svæðið í góðum félagsskap!  Gjald í ferðirnar er kr. 500 og sameinast verður í bíla þar sem það á við.  Allir eru velkomnir!

 

Nánari upplýsingar má fá í s. 899-8767 / netf. ferdamalafelag@gmail.com

 

Ferðanefndin; Lilja Magnúsdóttir og Ingibjörg Eiríksdóttir

Hér erum við

 


View My Saved Places in a larger map
Flettingar í dag: 247
Gestir í dag: 58
Flettingar í gær: 268
Gestir í gær: 65
Samtals flettingar: 659332
Samtals gestir: 131810
Tölur uppfærðar: 14.4.2021 16:44:25

Tjaldsvæði

Nafn:

Kleifar

Farsími:

8617546

Heimilisfang:

Geirlandsvegur (Mörk)

Staðsetning:

Kirkjubæjarklaustur

Heimasími:

4874675

Um:

Tjaldsvæðið Kleifar stendur við Geirlandsveg 2,5km. frá Kirkjubæjarklaustri. Við tjaldsvæðið er fallegur foss sem heitir Stjórnarfoss og á góðviðrisdögum verður vatnið í Stjórninni svo heitt að hægt er að fá sér sundsprett. Á tjaldsvæðinu eru tvö vatnssalerni og kalt rennandi vatn, bekkir og borð. Stutt er á Kirkjubæjarklaustur þar sem hægt er að komast í matvöruverslun, veitingastaði og sundlaug svo eitthvað sé nefnt.

Tenglar

This page in english
clockhere