Kleifar Tjaldsvæði/Camping |
|
12.07.2011 13:04Rof hringvegarins við MúlakvíslUnnið er hörðum höndum að því að rof hringvegarins við Múlakvísl austan Víkur í Mýrdal valdi sem minnstri röskun fyrir ferðafólk. Smíði á nýrri brú er þegar hafin og standa vonir til að eðlileg umferð komist aftur á um eða eftir miðja næstu viku. Á meðan hefur verið gripið til ýmissa ráðstafana til að greiða úr ferðum fólks. Hvaða leiðir eru opnar? Sérútbúnir trukkar eru við brúarstæðið og geta ferjað alla venjulega bíla yfir ána. Flutningar eru í gangi frá því kl. 7 á morgnanna til miðnættis. Á álagstímum má búast við talsverðri bið. Hægt er að komast á milli byggða á Suðurlandi með því að fara Fjallabaksleið nyrðri (F208) en hún er ekki fær fólksbílum. Umferð þar hefur aukist talsvert og Vegagerðin hefur gert ráðstafanir til að bæta veginn en hann þolir þó ekki alla umferð sem að jafnaði fer um hringveginn, og er heldur ekki fær fólksbílum, sem fyrr segir. Áætlunarferðir langferðabíla munu fara um Fjallabaksleið á meðan þetta ástand varir. Skilti fyrir erlenda ferðamenn Vegagerðin hefur útbúið skilti til að upplýsa erlenda ferðamenn um ástand hringvegarins. Skiltin fara upp í dag á sex stöðum, við Seyðisfjörð, 2 við Egilsstaði, við Klaustur, Landvegamót og Rauðavatn. Skiltin verða komin upp á öllum þessum stöðum á morgun. Gagnlegar vefsíður fyrir ferðafólk: Vegagerðin - www.vegagerdin.is Almannavarnir - www.almannavarnir.is Safe travel - www.safetravel.is Vegakort af svæðinu - www.vegagerdin.is/english/road-conditions-and-weather/the-entire-country/south1.html Skrifað af Gunna Flettingar í dag: 284 Gestir í dag: 58 Flettingar í gær: 268 Gestir í gær: 65 Samtals flettingar: 659369 Samtals gestir: 131810 Tölur uppfærðar: 14.4.2021 17:33:41 |
Eldra efni Tjaldsvæði Nafn: KleifarFarsími: 8617546Tölvupóstfang: kleifar68@simnet.isHeimilisfang: Geirlandsvegur (Mörk)Staðsetning: KirkjubæjarklausturHeimasími: 4874675Um: Tjaldsvæðið Kleifar stendur við Geirlandsveg 2,5km. frá Kirkjubæjarklaustri. Við tjaldsvæðið er fallegur foss sem heitir Stjórnarfoss og á góðviðrisdögum verður vatnið í Stjórninni svo heitt að hægt er að fá sér sundsprett. Á tjaldsvæðinu eru tvö vatnssalerni og kalt rennandi vatn, bekkir og borð. Stutt er á Kirkjubæjarklaustur þar sem hægt er að komast í matvöruverslun, veitingastaði og sundlaug svo eitthvað sé nefnt.Tenglar
|
© 2021 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is