Kleifar

Tjaldsvæði/Camping

05.07.2011 11:53

Fréttatilkynning

Í Skaftárstofu - upplýsingamiðstöð í félagsheimilinu Kirkjuhvoli á Kirkjubæjarklaustri verður opnuð sýning sunnudaginn 3. júlí kl. 14.00. Á sýningunni er margt að sjá, þar er m.a. fræðslusýning  frá Vatnajökulsþjóðgarði og náttúrusýnasafn Kirkjubæjarstofu. Kvikmyndin Eldmessa er sýnd á tjaldi, eldgosinu í Grímsvötnum eru gerð góð skil og margvíslegt annað mynd- og margmiðlunarefni er í boði á sýningunni.

Skaftárstofa er samstarfsverkefni um fræðslu og miðlun upplýsinga til ferðamanna í félagsheimilinu. Aðilar að samstarfinu eru; Kirkjubæjarstofa, Skaftárhreppur, Vatnajökulsþjóðgarður, Skaftáreldar ehf og Friður og frumkraftar - hagsmunafélag í Skaftárhreppi.

Sýningin er styrkt  af Vinum Vatnajökuls - hollvinasamtökum Vatnajökulsþjóðgarðs.

Frítt er inn á sýninguna og eru allir íbúar  velkomnir ekki síður en gestir svæðisins.

Opnunartími í Skaftárstofu sumarið 2011:

Mánudaga. - föstudaga. 9:00 - 21:00
Laugardaga og  sunnudaga 10:00 - 18:00
Sími/phone: 487 4620
Netfang/e-mail: info@klaustur.is

Hér erum við

 


View My Saved Places in a larger map
Flettingar í dag: 264
Gestir í dag: 58
Flettingar í gær: 268
Gestir í gær: 65
Samtals flettingar: 659349
Samtals gestir: 131810
Tölur uppfærðar: 14.4.2021 17:11:36

Tjaldsvæði

Nafn:

Kleifar

Farsími:

8617546

Heimilisfang:

Geirlandsvegur (Mörk)

Staðsetning:

Kirkjubæjarklaustur

Heimasími:

4874675

Um:

Tjaldsvæðið Kleifar stendur við Geirlandsveg 2,5km. frá Kirkjubæjarklaustri. Við tjaldsvæðið er fallegur foss sem heitir Stjórnarfoss og á góðviðrisdögum verður vatnið í Stjórninni svo heitt að hægt er að fá sér sundsprett. Á tjaldsvæðinu eru tvö vatnssalerni og kalt rennandi vatn, bekkir og borð. Stutt er á Kirkjubæjarklaustur þar sem hægt er að komast í matvöruverslun, veitingastaði og sundlaug svo eitthvað sé nefnt.

Tenglar

This page in english
clockhere