Kleifar

Tjaldsvæði/Camping

12.04.2011 17:06

Ljósmyndasamkeppni - vetrarmyndir úr Skaftárhreppi

Ljósmyndasamkeppni - vetrarmyndir úr SkaftárhreppiKlasinn Friður og frumkraftar blæs nú til ljósmyndasamkeppni. Gjaldgengar eru myndir teknar í Skaftárhreppi, af náttúru, dýra- og mannlífi - og góðri blöndu af þessu öllu. Við leitum að líflegum og fallegum myndum er sýna fjölbreytileika héraðsins. Sérstök áhersla er á vetrarmyndir.Áskilinn er réttur til að nota ljósmyndirnar í kynningarefni fyrir svæðið, enda sé ljósmyndara ætíð getið.Æskilegt er að myndirnar séu að lágmarki 5mpx (2500x1900) að stærð, en minni myndir eru þó ekki útilokaðar með öllu.

Vegleg verðaun eru veitt, í boði ferðaþjónustuaðila í Skaftárhreppi;1. Gisting og kvöldverður fyrir tvo á Hótel Klaustri, jöklaganga í Skaftafelli fyrir tvo í fjögurra tíma göngu með Fjallaleiðsögumönnum og ljósmyndabókin "Experience Iceland" eftir Hauk Snorrason í Hrífunesi.2. Gisting eða kvöldverður fyrir tvo á Hótel Núpum, dagsferð fyrir tvo frá Klaustri í Laka eða Landmannalaugar með Kynnisferðum og kaffi auk meðlætis á Kaffi Munkum á Klausturhlaðinu.3. Gisting fyrir fjóra á tjaldsvæðinu Kirkjubæ II á Klaustri, tveggja klst. fjórhjólaferð um Landbrotshóla fyrir fjóra (tvo á tveggja manna hjólum) og kaffi auk meðlætis á Kaffi Munkum á Klausturhlaðinu.

Myndirnar skal senda á netfangið ibi@klaustur.is í síðasta lagi annan páskadag, 25. apríl 2011.

Þeim skal fylgja nafn ljósmyndara, hvar og hvenær myndirnar eru teknar - og ekki skemma skemmtilegir myndatextar fyrir.Keppendum er einungis heimilt að senda inn myndir sem þeir hafa tekið sjálfir og eru þ.a.l. rétthafar að.Hverjum keppenda er heimilt að senda fleiri en eina mynd.Dómnefnd er skipuð af stjórn Friðar og frumkrafta.Friður og frumkraftar er hagsmunafélag sem hefur þann tilgang að efla byggð í Skaftárhreppi, fjölga atvinnutækifærum og standa vörð um þau sem fyrir eru ásamt því að styrkja markaðsstöðu og ímynd Skaftárhrepps.

Ingibjörg Eiríksdóttir

Verkefnastjóri Friðar og frumkrafta

Project Manager "At Ease with the Elements"

Klausturvegur 15, 880 Kirkjubæjarklaustur

ibi@klaustur.is www.klaustur.is

+ 354 899 8767

Hér erum við

 


View My Saved Places in a larger map
Flettingar í dag: 209
Gestir í dag: 55
Flettingar í gær: 268
Gestir í gær: 65
Samtals flettingar: 659294
Samtals gestir: 131807
Tölur uppfærðar: 14.4.2021 15:57:15

Tjaldsvæði

Nafn:

Kleifar

Farsími:

8617546

Heimilisfang:

Geirlandsvegur (Mörk)

Staðsetning:

Kirkjubæjarklaustur

Heimasími:

4874675

Um:

Tjaldsvæðið Kleifar stendur við Geirlandsveg 2,5km. frá Kirkjubæjarklaustri. Við tjaldsvæðið er fallegur foss sem heitir Stjórnarfoss og á góðviðrisdögum verður vatnið í Stjórninni svo heitt að hægt er að fá sér sundsprett. Á tjaldsvæðinu eru tvö vatnssalerni og kalt rennandi vatn, bekkir og borð. Stutt er á Kirkjubæjarklaustur þar sem hægt er að komast í matvöruverslun, veitingastaði og sundlaug svo eitthvað sé nefnt.

Tenglar

This page in english
clockhere