Kleifar

Tjaldsvæði/Camping

15.07.2010 17:18

Bænhúsið að Núpsstað

Guðsþjónusta verður um verslunarmannahelgina í bænhúsinu að Núpsstað í Skaftárhreppi sunnudaginn 1. ágúst nk. og hefst kl. 14:00.

Séra Haraldur M. Kristjánsson sóknarprestur í Vík prédikar og þjónar fyrir altari.
Brian Roger Haroldsson leikur á orgel.
Félagar úr kór Prestsbakkakirkju og Ásakórnum leiða söng.

Hestamenn eru hvattir til þess að koma ríðandi til messu. Farin verður hópreið frá Kálfafelli í Fljótshverfi og lagt af stað þaðan kl. 12.30.

Fjölmennum til guðsþjónustunnar og eigum þar notalega stund.
Séra Ingólfur Hartvigsson, sóknarprestur

Hér erum við

 


View My Saved Places in a larger map
Flettingar í dag: 209
Gestir í dag: 55
Flettingar í gær: 268
Gestir í gær: 65
Samtals flettingar: 659294
Samtals gestir: 131807
Tölur uppfærðar: 14.4.2021 15:57:15

Tjaldsvæði

Nafn:

Kleifar

Farsími:

8617546

Heimilisfang:

Geirlandsvegur (Mörk)

Staðsetning:

Kirkjubæjarklaustur

Heimasími:

4874675

Um:

Tjaldsvæðið Kleifar stendur við Geirlandsveg 2,5km. frá Kirkjubæjarklaustri. Við tjaldsvæðið er fallegur foss sem heitir Stjórnarfoss og á góðviðrisdögum verður vatnið í Stjórninni svo heitt að hægt er að fá sér sundsprett. Á tjaldsvæðinu eru tvö vatnssalerni og kalt rennandi vatn, bekkir og borð. Stutt er á Kirkjubæjarklaustur þar sem hægt er að komast í matvöruverslun, veitingastaði og sundlaug svo eitthvað sé nefnt.

Tenglar

This page in english
clockhere