Kleifar

Tjaldsvæði/Camping

Flokkur: Auglýsingar

30.07.2013 13:17

Sveita- og handverksmarkaður


Sveita- og handverksmarkaður verður haldinn í Tunguseli, Skaftártungu, laugardaginn 3. og sunnudaginn 4. ágúst nk., kl. 13-19 báða dagana. Mikil ánægja var með markaðinn í fyrra, og því hefur verið ákveðið að endurtaka leikinn.

Þar munu bændur og aðrir íbúar sveitarinnar selja handverk sín og afurðir beint af akri, t.d. kartöflur, rófur, gulrætur, kál, grænmeti og rabbarbara og hvað svo sem ræktað er heima við, hannað eða búið til.

Endilega kíkið við!

Nánari upplýsingar veita:
Kidda, gsm 849-7917
Jónína, gsm 865-3554

Hlökkum til að sjá ykkur!

22.06.2013 19:20

SKAFTÁRSTOFA - Upplýsingamiðstöð ferðamanna Kirkjubæjarklaustri

SKAFTÁRSTOFA - Upplýsingamiðstöð ferðamanna Kirkjubæjarklaustri


Upplýsingamiðstöð ferðamanna er staðsett í Félagsheimilinu Kirkjuhvoli á Kirkjubæjarklaustri og er opin frá   1. júní til 15.september. Upplýsingamiðstöðin er rekin af Skaftárhreppi í samstarfi við Vatnajökulsþjóðgarð, Kirkjubæjarstofu og Skaftárelda ehf.

Opnunartímar upplýsingamiðstöðvar 01. júní - 15. september :

Alla daga (mánudaga-sunnudaga)  kl. 10:00-19:00

nánari upplýsingar á info@klaustur.is

Sími 487-4620

Umsjónarmaður sumarið 2013:
Auður Hafstað

06.06.2012 10:32

GÖNGUFERÐIR FERÐAMÁLAFÉLAGS SKAFTÁRHREPPS SUMARIÐ 2012


Þriðja sumarið í röð stendur Ferðamálafélag Skaftárhrepps fyrir gönguferðum með leiðsögn um valda staði í hreppnum.  Ferðirnar eru á miðvikudagskvöldum og laugardögum, og allir eru velkomnir!

 

Júní:

  6.       Kvöldferð:  Fljótsbotn í Meðallandi

            Fararstjórn:  Ingibjörg Eiríksdóttir, en Kjartan Ólafsson mun taka á móti hópnum

og segja frá staðháttum.        

Mæting við Skaftárskála kl. 18 (Botnaafleggjara kl. 18:20)

 

16.      Dagsferð:  Fossarnir í Hverfisfljóti
            Fararstjórn:  Sigurður Kristinsson og Anna Harðardóttir
            Mæting við Skaftárskála kl. 9:30 (Þverá kl. 9:50)     

 

  27.     Kvöldferð: Kúabót í Álftaveri

            Fararstjórn: Kristbjörg Hilmarsdóttir

            Mæting við Skaftárskála kl. 18 (Þykkvabæjarklaustur kl. 18:40)

 

Júlí:

   7.      Dagsferð:  Kaldbakur
Fararstjórn:  Mörtungubændur
Mæting við Skaftárskála  kl. 9:30 (Mörtungu kl. 9:45)

                                                       

  18.     Kvöldferð:  Dimmagljúfur, Arakambagljúfur og Titjufossgljúfur í Tungufljóti
Fararstjórn:  Sigfús Sigurjónsson og Lilja Guðgeirsdóttir
Mæting við Skaftárskála kl.18 (Borgarfell kl. 18:30)

 

Ágúst:

    4.     Dagsferð:  Rauðhóll-Hervararstaðir-Helgastaðaháls-Holtsdalur  
Fararstjórn:  Björgvin Harðarson og og Björk Ingimundardóttir
Mæting við Skaftárskála kl. 9:30 (Skaftárrétt kl. 9:40)

 

  15.     Kvöldferð:  Eyðibýlin Sandar og Sandasel í Meðallandi
           
Fararstjórn:  Lilja Magnúsdóttir, auk valinkunnra Meðallendinga

            Mæting við Skaftárskála kl. 18 (afleggjara að Strönd af Meðallandsvegi kl. 18:40)

 

 

Við hlökkum til að sjá ykkur og ganga saman um fjölbreytt svæðið í góðum félagsskap!  Gjald í ferðirnar er kr. 500 og sameinast verður í bíla þar sem það á við.  Allir eru velkomnir!

 

Nánari upplýsingar má fá í s. 899-8767 / netf. ferdamalafelag@gmail.com

 

Ferðanefndin; Lilja Magnúsdóttir og Ingibjörg Eiríksdóttir

05.04.2012 16:23

Kammertónleikar á Kirkjubæjarklaustri 10. - 12. ágúst 2012

Föstudaginn 10.8. kl. 21:00

Laugardaginn 11.8. kl.17:00  

Sunnudaginn 12.8. kl. 15:00

Kirkjuhvoli, Klausturvegi, Kirkjubæjarklaustri, Skaftárhreppi.

 

Í undurfagurri umgjörð náttúru Kirkjubæjarklausturs og nágrennis mun hin árlega tónlistarhátíð Kammertónleikar á Kirkjubæjarklaustribjóða upp á sannkallaða tónlistarveislu helgina 10. til 12. ágúst 2011.

 

Meðal flytjenda verða:

Kammerkór Suðurlands undir stjórn Hilmars Arnar Agnarssonar

Bjarni Thór Kristinsson bassasöngvari

Ástríður Alda Sigurðardóttir píanóleikari

Hrólfur Sæmundsson baritónsöngvari

Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir mezzósópran

Francisco Javier Jáuregui gítarleikari

 

Efnisskrá verður auglýst síðar.

 

Það er stefna hátíðarinnar að blanda saman þekktum og óþekktum verkum og að stuðla að frumsköpun í tónlist. Hátíðin fékk í ár Kjartan Sveinsson úr Sigurrós til að semja nýtt verk til frumflutnings fyrir Kammerkór Suðurlands og Guðrúnu Jóhönnu Ólafsdóttur. 

 

Hótel og gististaðir á og í nágrenni Klausturs bjóða gestum hátíðarinnar upp á gistingu og fæði í ýmsum verðflokkum. Um það má fá upplýsingar í Upplýsingamiðstöð ferðamála á Klaustri í síma            487-4620       á síðunni www.klaustur.is eða í netfanginuinfo@klaustur.is

 

Nánari upplýsingar um tónleikana veitir Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir, listrænn stjórnandi hátíðarinnar, í netfanginukammertonleikar@gmail.com

 

Tenglar:

 

Bjarni Thór Kristinsson: www.bjarnithorkristinsson.com

Hrólfur Sæmundsson: http://www.opera.is/article.asp?catID=26&ArtId=146

Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir: www.gudrunolafsdottir.com

Francisco Javier Jáuregui: www.javierjauregui.com

Kammerkór Suðurlands:http://www.facebook.com/pages/Kammerk%C3%B3r-Su%C3%B0urlands/130844596962073?sk=info

Credo eftir Kjartan Sveinsson: http://www.youtube.com/watch?v=BzKrI2SGa7I

 

25.07.2011 19:10

Árleg hlutavelta kvenfélaganna Hvatar og Kirkjubæjarhrepps


Árleg hlutavelta kvenfélaganna Hvatar og Kirkjubæjarhrepps,verður haldin í matsal Kirkjubæjarskóla á Kirkjubæjarklaustri laugardaginn 30.Júlí ´11 kl.14.00 (kl.2 ).Miðaverð, verður stillt í hóf og engin núll. Allur ágóði rennur til líknar -og góðgerðamála innan sveitafélagsins.

 

 

Nefndin.


19.07.2011 12:09

Söngveisla á Kirkjubæjarklaustri helgina 13. og 14. ágúst 2011

Í undurfagurri umgjörð náttúru Kirkjubæjarklausturs og nágrennis mun hin árlega tónlistarhátíð Kammertónleikar á Kirkjubæjarklaustri bjóða upp á sannkallaða söngveislu helgina 13. og 14. ágúst 2011. Þrjár af björtustu söngstjörnum okkar Íslendinga leiða þar saman hesta sína og flytja söngperlur frá ýmsum tímum. Þetta eru þau Garðar Thór Cortes, tenór, Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir mezzósópran og Þóra Einarsdóttir, sópran. Með þeim leika píanóleikararnir Ástríður Alda Sigurðardóttir og Krystyna Cortes og gítarleikarinn Francisco Javier Jáuregui. Auk þess munu Ástríður Alda og Javier leika einleik.

Á efnisskránni er meðal annars nýtt verk sem Haukur Tómasson samdi sérstaklega fyrir hátíðina, Sönglög úr Söng steinasafnarans við ljóð eftir Sjón. Af öðrum tónskáldum má nefna Eduardo Morales-Caso, Philip Houghton, Frédéric Chopin, Tryggva M. Baldvinsson, Benjamin Britten, Sergei Rachmaninoff, Francis Poulenc, Nikolai Rimsky-Korsakoff, Erik Satie og Giacomo Puccini.

Á tónleikunum laugardaginn 13. ágúst kl. 17:00 munu Guðrún Jóhanna og Javier flytja lagaflokkinn Homenajes eftir spænsk-kúbverska tónskáldið Eduardo Morales-Caso, sem er ortur til heiðurs og í stíl þriggja af mikilvægustu tónskáldum Spánar, Rodrigo, Mompou og Falla. Francisco Javier mun þá leika gítareinleiksverkið Stelle, eftir Philip Houghton, sem sækir tónlistarefnivið sinn í austurlenskar hefðir og málar tyrkneska dervish dansa í tónum. Ástríður Alda mun flytja Ballöðu nr. 1 eftir Chopin, sem hún gaf út nýlega á geisladiski með verkum tónskáldsins á tvöhundruð ára aldarafmæli hans. Eftir hlé munu þau Guðrún og Javier frumflytja nýtt verk, Sönglög úr Söng steinasafnarans, sem Haukur Tómasson samdi sérstaklega fyrir Kammertónleika á Kirkjubæjarklaustri við ljóð eftir Sjón. Tónleikunum lýkur með sérstaklega skemmtilegum lögum úr ljóðaflokknum Heimskringlu eftir Tryggva M. Baldvinsson við snilldarljóð Þórarins Eldjárns.

Á sunnudagstónleikunum 14. ágúst kl. 17:00 mun Garðar Thór Cortes, tenór, sýna á sér ljóðasöngvarahliðina í lagaflokknum Winter Words eftir Benjamin Britten, við undirleik Krystynu Cortes. Þóra Einarsdóttir og Ástríður Alda munu þá flytja gullfalleg og ástríðufull lög eftir Rachmaninoff, Poulenc, Rimsky-Korsakoff og Erik Satie. Tónleikunum og hátíðinni allri lýkur svo með flutningi Garðars Thórs og Þóru á einni af fegurstu senum óperubókmenntanna, þegar Rodolfo og Mimí kynnast í óperunni La Bohème. Þau munu syngja aríurnar Che gelida manina, Sí, mi chiamano Mimí og dúettinn O, soave fanciulla.

Tónleikagestir í Skaftárhreppi eiga því von á skemmtilegum og safaríkum tónleikum í flutningi fyrsta flokks tónlistarmanna helgina eftir Verslunarmannahelgina í Kirkjuhvoli á Kirkjubæjarklaustri.

Kammertónleikar á Kirkjubæjarklaustri voru stofnaðir 1991 af Eddu Erlendsdóttur, píanóleikara og hafa verið haldnir árlega síðan. Edda var listrænn stjórnandi tónleikanna frá upphafi til 2006 en þá tók Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir, mezzósópransöngkona við stjórninni. Á annað hundrað tónlistarmanna, íslenskra sem erlendra, hafa komið fram á tónleikunum. Margir þeirra hafa verið teknir upp af Ríkisútvarpinu og eru geymdir þar.

Menningarráð Suðurlands, Mennta og menningarmálaráðuneytið og Musica Nova styrkja tónleikana auk ýmissa fyrirtækja í héraði, en Menningarmálanefnd Skaftárhrepps heldur utan um framkvæmd þeirra.

Hótel og gististaðir á og í nágrenni Klausturs bjóða gestum hátíðarinnar upp á gistingu og fæði í ýmsum verðflokkum. Um það ásamt nánari upplýsingum um tónleikana má fá upplýsingar í Skaftárstofu á Klaustri í síma 487-4620 á síðunni www.klaustur.is eða í netfanginu info@klaustur.is

Miðaverð er 3.500 kr. á staka á tónleika og 6.000 kr. á báða tónleikana. Miðaverð fyrir eldri borgara er 3.000 á staka tónleika og 5.000 kr. á báða.

11.06.2011 14:06

Gönguferð Ferðamálafélags Skaftárhrepps á Lómagnúp frestað

Gönguferð Ferðamálafélags Skaftárhrepps, sem vera átti á Lómagnúp á hvítasunnudag 12. júní nk., verður frestað í ljósi aðstæðna. Reynt verður að ári!

Tekin verður ákvörðun um framhaldið, þ.e. aðrar ferðir í sumar, fljótlega.

Nefndin

05.06.2011 15:04

Kammertónleikar

Kammertónleikar á Kirkjubæjarklaustri 2011 kynna: 


Sönghátíð á Klaustri/A Festival of SongLaugardaginn/Saturday 13.8. kl./at 17:00.Ástríður Alda Sigurðardóttir, píanó/piano

Francisco Javier Jáuregui, gítar/guitar

Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir, mezzósópran og listrænn stjórnandi/mezzo-soprano and artistic directorTónlist eftir m.a./Works by Tryggvi M. Baldvinsson, Chopin, Haukur Tómasson.Sunnudaginn/Sunday 14.8. kl./at 15:00.Garðar Thór Cortes, tenór/tenor

Þóra Einarsdóttir, sópran/soprano

Ástríður Alda Sigurðardóttir, píanó/piano

Krystyna Cortes, píanó/pianoTónlist eftir m.a./Works by Benjamin Britten, amongst others.Félagsheimilinu Kirkjuhvoli/ The Kirkjuhvoll Community Center

Kirkjubæjarklaustur, Skaftárhreppur.Upplýsingar og miðapantanir í síma/Information and tickets: 487-4620Nánari efnisskrá verður auglýst síðar/A finalised versipon of the programme will be announced shortly.

04.06.2011 13:30

Íþróttamiðstöðin opin

Íþróttamiðstöðin opin

03.06.2011


Íþróttamiðstöðin okkar hefur verið opnuð eftir öskuhreinsun.

Föstudag, laugardag og sunnudag (3., 4. og 5. júní) er opið frá 10 til 18:00.Mánudaginn 6. júní tekur sumaropnunin gildi.

Opnunartími 6. júní til 21. ágúst verður kl. 9:30 - 21:00 alla daga.

13.05.2011 18:54

Systrakaffi auglýsir - Tónleikar og maí opnun

Systrakaffi auglýsir - Tónleikar og maíopnun
10.05.2011

Systrakaffi auglýsir:

Ómar Diðriks og Sveitasynir verða með tónleika á Systrakaffi laugardaginn 14.

maí í tilefni af útgáfu plötu sinnar, ,,Sögur af fólki". Tónleikarnir hefjast um kl. 21:00.
Frítt inn.


Föstudaginn 13. maí hefst dagleg opnun á Systrakaffi, þar sem opnað verður kl. 18 alla daga í maí.

22.04.2011 16:02

Lausar stöður !!

Á Kirkjubæjarklaustri er gott mannlíf, þar búa um 150 manns en íbúar Skaftárhrepps eru um 450 talsins. Á Kirkjubæjarklaustri er að finna alla nauðsynlega þjónustu s.s. verslun, banka, heilsugæslustöð, leikskóla, sundlaug, íþróttahús, hárgreiðslustofu og kaffihús. Þar er glæsilegt íþróttahús og tækjasalur. Stutt er á 9 holu golfvöll á Efri-Vík.
Veðurfar og náttúrufegurð Skaftárhrepps er rómað.
Lausar stöður á Kirkjubæjarklaustri
Staða grunnskólakennara
Við leitum að hugmyndaríkum og áhugasömum kennara í almenna bekkjarkennslu næsta skólaár. Ýmsar kennslugreinar koma til greina. Skólastjóri er Kjartan H. Kjartansson, sími 865-7440.
Kirkjubæjarskóli á Síðu er grunnskóli með um 40 nemendur. Við skólann er gott og samhent 10 manna starfslið. Aðbúnaður nemenda og starfsfólks er góður. Við skólann er m.a. vel búið tölvuver, sérlega vel búið bókasafn, gott mötuneyti og þar er starfræktur tónlistarskóli og heilsdagsskóli.
Staða íþrótta- og tómstundafulltrúa
Skaftárhreppur er að leita að metnaðarfullum og dugmiklum einstaklingi með íþróttakennarapróf, sem getur tekið til starfa hjá okkur 1. ágúst 2011. Starfið felst í umsjón með rekstri félagsmiðstöðvar, forvarnarmál og uppbyggingu á íþrótta- og tómstundastarfi.
Bókasafnsfræðingur
Staða forstöðumanns Héraðsbókasafnsins er laus til umsóknar. Um er að ræða hlutastarf. Starfið felur í sér umsjá og frekari uppbyggingu á bókasafninu. Safnið er samsteypusafn og er einnig rekið sem skólasafn.
Sumarstarfsmenn.
Íþróttamiðstöð
Við leitum að hugmyndaríkum og atorkumiklum starfsmönnum með ríka þjónustulund til starfa í íþróttamiðstöðinni í sumar. Starfið felst í sundlaugarvörslu, afgreiðslu, þrifum og fleira. Unnið er á dag-, kvöld- og helgarvöktum. Umsækjendur þurfa að standast hæfnispróf sundstaða sbr. öryggisreglugerð fyrir sundstaði. Æskilegt er að umsækjendur séu eldri en 20 ára.
Upplýsingamiðstöð
Við leitum að hugmyndaríkum og atorkumiklum starfsmönnum með ríka þjónustulund til starfa í upplýsingamiðstöðinni í sumar. Starfið felst í upplýsingagjöf til ferðamanna, afgreiðslu, þrifum og fleira. Unnið er á dag-, kvöld- og helgarvöktum. Hæfniskröfur eru tungumálakunnátta, landafræðiþekking, tölvukunnátta og almennir samskiptahæfileikar. Áhugavert starf í lifandi umhverfi.
Starfsmaður í ýmis viðhalds- og hreinsunarverkefni.
Við leitum að dugmiklum og hugmyndaríkum starfsmanni til að sinna ýmsum aukaverkefnum hjá okkur í sumar. Um er að ræða að mestu garðslátt, hreinsun á opnum svæðum og almenna tiltekt en einnig tilfallandi viðhald svo sem fúavörn skjólveggja og þess háttar.
Laun eru samkvæmt kjarasamningum Launanefndar sveitarfélaga við viðkomandi stéttarfélag.
Upplýsingar veita Eygló Kristjánsdóttir, sveitarstjóri, í síma 487-4840 og
Kjartan H. Kjartansson, skólastjóri, í síma 865-7440.
Upplýsingar um Skaftárhrepp og Kirkjubæjarskóla eru á www.klaustur.is og http://www.kbs.is
Umsóknarfrestur er til 30. apríl.
Umsóknir skulu berast á skrifstofu Skaftárhrepps Klausturvegi 15, 880 Kirkjubæjarklaustur.

12.04.2011 17:06

Ljósmyndasamkeppni - vetrarmyndir úr Skaftárhreppi

Ljósmyndasamkeppni - vetrarmyndir úr SkaftárhreppiKlasinn Friður og frumkraftar blæs nú til ljósmyndasamkeppni. Gjaldgengar eru myndir teknar í Skaftárhreppi, af náttúru, dýra- og mannlífi - og góðri blöndu af þessu öllu. Við leitum að líflegum og fallegum myndum er sýna fjölbreytileika héraðsins. Sérstök áhersla er á vetrarmyndir.Áskilinn er réttur til að nota ljósmyndirnar í kynningarefni fyrir svæðið, enda sé ljósmyndara ætíð getið.Æskilegt er að myndirnar séu að lágmarki 5mpx (2500x1900) að stærð, en minni myndir eru þó ekki útilokaðar með öllu.

Vegleg verðaun eru veitt, í boði ferðaþjónustuaðila í Skaftárhreppi;1. Gisting og kvöldverður fyrir tvo á Hótel Klaustri, jöklaganga í Skaftafelli fyrir tvo í fjögurra tíma göngu með Fjallaleiðsögumönnum og ljósmyndabókin "Experience Iceland" eftir Hauk Snorrason í Hrífunesi.2. Gisting eða kvöldverður fyrir tvo á Hótel Núpum, dagsferð fyrir tvo frá Klaustri í Laka eða Landmannalaugar með Kynnisferðum og kaffi auk meðlætis á Kaffi Munkum á Klausturhlaðinu.3. Gisting fyrir fjóra á tjaldsvæðinu Kirkjubæ II á Klaustri, tveggja klst. fjórhjólaferð um Landbrotshóla fyrir fjóra (tvo á tveggja manna hjólum) og kaffi auk meðlætis á Kaffi Munkum á Klausturhlaðinu.

Myndirnar skal senda á netfangið ibi@klaustur.is í síðasta lagi annan páskadag, 25. apríl 2011.

Þeim skal fylgja nafn ljósmyndara, hvar og hvenær myndirnar eru teknar - og ekki skemma skemmtilegir myndatextar fyrir.Keppendum er einungis heimilt að senda inn myndir sem þeir hafa tekið sjálfir og eru þ.a.l. rétthafar að.Hverjum keppenda er heimilt að senda fleiri en eina mynd.Dómnefnd er skipuð af stjórn Friðar og frumkrafta.Friður og frumkraftar er hagsmunafélag sem hefur þann tilgang að efla byggð í Skaftárhreppi, fjölga atvinnutækifærum og standa vörð um þau sem fyrir eru ásamt því að styrkja markaðsstöðu og ímynd Skaftárhrepps.

Ingibjörg Eiríksdóttir

Verkefnastjóri Friðar og frumkrafta

Project Manager "At Ease with the Elements"

Klausturvegur 15, 880 Kirkjubæjarklaustur

ibi@klaustur.is www.klaustur.is

+ 354 899 8767

20.08.2010 23:43

Vetraropnun íþróttamiðstöðvar frá 23. ágúst

Mánudaginn 23. ágúst nk. mun vetraropnun og verður hún eftirfarandi;
Mánudagar-föstudagar 15:30-19:00
Laugardagar 11:00-15:00
Á þriðjudögum-föstudögum verður hægt að komast í tækjasalinn frá kl 9:00 á morgnana.
Umsjónarmaður

29.07.2010 13:56

íþróttamiðstöðin

Íþróttamiðstöðin mun verða opin klukkutíma lengur á laugard og

sunnudag um verslunarmannahelgina.Opnunartími verður því 10-19 þessa 2 daga.

12.07.2010 13:21

Íþróttamiðstöðin

Íþróttamiðstöðin á Klaustri
sumaropnun 2010


Mánudagar-föstudagar 10:00-19:00

Laugardagur og sunnudagur 10:00-18:00


Gjaldskrá í sund
Börn 200.-
Fullorðnir 400.-
Öryrkjar/ellilífeyrisþegar 200.-
Sturta 300.-
Handklæði/sundföt 400.-

10 tíma kort fyrir börn 1500.-
30 tíma kort fyrir börn 3000.-
10 tíma kort fyrir fullorðna 3500.-
30 íma kort fyrir fullorðna 8000.-

Gjaldskrá í tækjasal + sund
Stakur tími 600.-
10 tíma kort 5000.-
30 tíma kort 12.000.-
Árskort fyrir fullorðna 40.000.-

Íþróttasalur (90.mín) 3000.-


Opening hours for the swimming pool

Monday-Friday 10:00-19:00
Saturday-Sunday 10:00-18:00

  • 1

Hér erum við

 


View My Saved Places in a larger map
Flettingar í dag: 209
Gestir í dag: 55
Flettingar í gær: 268
Gestir í gær: 65
Samtals flettingar: 659294
Samtals gestir: 131807
Tölur uppfærðar: 14.4.2021 15:57:15

Tjaldsvæði

Nafn:

Kleifar

Farsími:

8617546

Heimilisfang:

Geirlandsvegur (Mörk)

Staðsetning:

Kirkjubæjarklaustur

Heimasími:

4874675

Um:

Tjaldsvæðið Kleifar stendur við Geirlandsveg 2,5km. frá Kirkjubæjarklaustri. Við tjaldsvæðið er fallegur foss sem heitir Stjórnarfoss og á góðviðrisdögum verður vatnið í Stjórninni svo heitt að hægt er að fá sér sundsprett. Á tjaldsvæðinu eru tvö vatnssalerni og kalt rennandi vatn, bekkir og borð. Stutt er á Kirkjubæjarklaustur þar sem hægt er að komast í matvöruverslun, veitingastaði og sundlaug svo eitthvað sé nefnt.

Tenglar

This page in english
clockhere